Sakar Þórkötlu um villandi upplýsingagjöf

Raddir Grindvíkinga | 13. maí 2024

Sakar Þórkötlu um villandi upplýsingagjöf

Elísa Haukdal Grindvíkingur gagnrýnir vinnubrögð fasteignafélagsins Þórkötlu harðlega og segir fréttaflutning þeirra af samþykktum umsóknum villandi. 

Sakar Þórkötlu um villandi upplýsingagjöf

Raddir Grindvíkinga | 13. maí 2024

Elísa Haukdal og eiginmaður hennar Þorsteinn Jónsson sjá fram á …
Elísa Haukdal og eiginmaður hennar Þorsteinn Jónsson sjá fram á flytja í kofann ef uppkaup klárast ekki fyrir lok mánaðar. Samsett mynd

Elísa Hauk­dal Grind­vík­ing­ur gagn­rýn­ir vinnu­brögð fast­eigna­fé­lags­ins Þór­kötlu harðlega og seg­ir frétta­flutn­ing þeirra af samþykkt­um um­sókn­um vill­andi. 

Elísa Hauk­dal Grind­vík­ing­ur gagn­rýn­ir vinnu­brögð fast­eigna­fé­lags­ins Þór­kötlu harðlega og seg­ir frétta­flutn­ing þeirra af samþykkt­um um­sókn­um vill­andi. 

Elísa er ein þeirra Grind­vík­inga sem óskaði eft­ir því að Fast­eigna­fé­lagið Þórkatla myndi kaupa fast­eign henn­ar í Grinda­vík. Um­sókn­ina sendi hún til Þór­kötlu að morgni föstu­dags­ins 8. mars og enn bíður hún eft­ir greiðslu vegna hús­næðis­ins og að skrifað verði und­ir kaup­samn­ing. 

Sak­ar fé­lagið um að fegra sann­leik­ann

Eitt af því sem Elísa gagn­rýn­ir eru til­kynn­ing­ar frá fé­lag­inu um stöðu mála. Vís­ar hún til að mynda til síðustu til­kynn­ing­ar fé­lags­ins frá 8. maí þar sem seg­ir að 766 um­sókn­ir hafi borist Fast­eigna­fé­lag­inu Þór­kötlu og að meiri­hluti þeirra sé bú­inn að fá samþykki.

„Þeir eru að fegra þetta með því að segja að þeir séu bún­ir að samþykkja þessi upp­kaup,“ seg­ir hún og vís­ar jafn­framt til þess að með stofn­un fé­lags­ins hafi upp­kaup á íbúðar­hús­næði í Grinda­vík þegar verið samþykkt.

„Þá voru þeir bún­ir að samþykkja að þeir myndu kaupa hús­in sama hvernig ástandið væri á þeim. Nú eru þeir að segja það sé búið að samþykkja þetta marg­ar um­sókn­ir, en þeir eru ekki bún­ir að borga okk­ur út og ekki bún­ir að láta okk­ur skrifa und­ir,“ seg­ir Elísa og bæt­ir við: 

„Þetta er bara yf­ir­borðsbull. Þeir eru bara að reyna að fá fólk til að trúa því að þeir séu bún­ir með þetta.“ 

Svar sem engu svaraði 

Að sögn Elísu hef­ur hún sent tugi tölvu­pósta á fé­lagið í von um að fá upp­lýs­ing­ar um hvenær eigi að ganga frá kaup­um á hús­næði henn­ar. Kveðst hún ein­ung­is hafa fengið eitt svar sem hún seg­ir litlu hafa svarað. 

„Það var bara „já við erum að vinna í þessu en við get­um samt ekki sagt þér hvenær þín um­sókn verður til­bú­in“.“ 

Nú er svo komið að Elísa og fjöl­skylda henn­ar freista þess að festa kaup á öðru hús­næði en þurfa til þess að fá greiðslu fyr­ir hús­næði sitt í Grinda­vík, ekki bara samþykkta um­sókn. 

„Það er það sem er svo vill­andi. Fast­eigna­sal­inn held­ur að það sé löngu búið að greiða mér út af því að þetta er það sem hann les í fjöl­miðlum. „Búið að af­greiða all­ar mars um­sókn­ir,“ en það er ekki þannig,“ seg­ir Elísa til að und­ir­strika hversu lýj­andi ástandið er. 

„Við erum að af­saka okk­ur í bak og fyr­ir og reyna að út­skýra þetta,“ seg­ir hún og út­skýr­ir hvernig þessi staða hef­ur hamlað kaup­um henn­ar á ann­arri fast­eign. 

Kofinn er fimmtán fermetrar og þar er hvorki rennandi vatn …
Kof­inn er fimmtán fer­metr­ar og þar er hvorki renn­andi vatn né kló­sett. Fjöl­skyld­an dvaldi þar í fimm daga í skítak­ulda í nóv­em­ber og ósk­ar þess heit­ast að þurfa ekki að gera það aft­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Búin á því bæði and­lega og lík­am­lega 

Elísa seg­ir ástandið al­gjör­lega óboðlegt og kveðst gjör­sam­lega búin á því bæði and­lega og lík­am­lega eft­ir enda­lausa flutn­inga.

Hún bind­ur von­ir við að svör frá fé­lag­inu fari að skýr­ast enda sér hún fram á að þurfa að flytja fimm manna fjöl­skyld­una sína í fimmtán fer­metra kofa úti í sveit þann fyrsta júní þegar nú­ver­andi leigu­samn­ing­ur fjöl­skyld­unn­ar renn­ur út. Þar seg­ir hún þó hvorki renn­andi vatn né kló­sett. 

Þá seg­ir hún það sama eiga við um for­eldra henn­ar sem sjá jafn­framt fram á að missa leigu­hús­næði sitt þann fyrsta júní. „Þau sjá fyr­ir sér að þurfa að búa í bíln­um,“ seg­ir hún og út­skýr­ir að for­eldr­ar henn­ar séu kom­in á efri ár og verði að kom­ast í viðun­andi hús­næði. 

mbl.is