Þrír bræður verða í sömu blokkinni

Raddir Grindvíkinga | 13. maí 2024

Þrír bræður verða í sömu blokkinni

„Við bræðurnir höfum alltaf verið samrýndir. Sú lýsing þarf kannski ekki að koma á óvart miðað við hvernig málin hafa þróast,“ segir Leifur Guðjónsson úr Grindavík.

Þrír bræður verða í sömu blokkinni

Raddir Grindvíkinga | 13. maí 2024

Frá vinstri talið eru hér bræðurnir Leifur, Ingvar og Einar …
Frá vinstri talið eru hér bræðurnir Leifur, Ingvar og Einar Guð- jónssynir saman á góðri stundu. Verða nú nágrannar í sama húsinu. mbl.is/Eyþór

„Við bræðurn­ir höf­um alltaf verið sam­rýnd­ir. Sú lýs­ing þarf kannski ekki að koma á óvart miðað við hvernig mál­in hafa þró­ast,“ seg­ir Leif­ur Guðjóns­son úr Grinda­vík.

„Við bræðurn­ir höf­um alltaf verið sam­rýnd­ir. Sú lýs­ing þarf kannski ekki að koma á óvart miðað við hvernig mál­in hafa þró­ast,“ seg­ir Leif­ur Guðjóns­son úr Grinda­vík.

Þau Leif­ur og Guðrún María Brynj­ólfs­dótt­ir kona hans festu á dög­un­um kaup á íbúð í nýju fjöl­býl­is­húsi í Póst­hús­stræti 7 í Reykja­nes­bæ. Slíkt er í frá­sög­ur fær­andi því að í sama hús flytja einnig með fjöl­skyld­um sín­um tveir bræður Leifs, þeir Ein­ar og Ingvar. Þeir eru all­ir Grind­vík­ing­ar í húð og hár og starfa við sjáv­ar­út­veg­inn hver á sínu sviði.

Nú sér til lands

„Síðustu mánuðir hafa vissu­lega verið svo­lítið krefj­andi tími, en sem bet­ur fer sér nú til lands,“ seg­ir Leif­ur. Hann rifjar upp að fyrst eft­ir rým­ingu Grinda­vík­ur hafi hann hafst við með sínu fólki í sum­ar­bú­stað aust­ur á Flúðum og svo í nokkra mánuði á Kol­beins­stöðum í Suður­nesja­bæ. Að und­an­förnu hafi fjöl­skyld­an verið í leigu­íbúð í Hafnar­f­irði en geti vænt­an­lega í júní­mánuði flutt í Póst­hús­strætið sem er nærri höfn­inni í Kefla­vík; í raun og veru í hjarta bæj­ar­ins.

Alls eru 35 íbúðir í hús­inu nýja. Grind­vík­ing­ar hafa keypt meira en helm­ing þeirra.

„Íbúðirn­ar við Póst­hús­stræti eru virk­lega flott­ar og vel gerðar. Og þá skipt­ir miklu máli að sjá þaðan að Þor­birn­in­um, bæj­ar­fjalli okk­ar Grind­vík­inga. Í því fel­ast viss skila­boð, öll ætl­um við aft­ur heim þegar rétt­ar aðstæður skap­ast. En til að svo megi verða eru eind­rægni og sam­heldni mik­il­væg. Leiðin­leg umræða til dæm­is á sam­fé­lags­miðlum spill­ir fyr­ir,“ seg­ir Leif­ur sem held­ur áfram:

All­ir að gera sitt besta

„Þegar fólk miss­ir heim­ili sín, heima­bæ­inn og sam­fé­lagið sitt reyn­ir slíkt auðvitað mjög á fólk; eðli­lega. Vissu­lega hafa stjórn­völd komið til móts við okk­ur með ýmsu móti, þótt sum­um finn­ist að hægt hafi miðað. En svo allr­ar sann­girni sé gætt þá er slíkt bara eðli­legt: öll mál sem snúa að Grinda­vík, svo sem upp­kaup á fast­eign­um, eru flók­in úr­lausn­ar og taka því eðli­lega sinni tíma. Stjórn­mála­menn og aðrir sem þessu hafa sinnt eru sann­ar­lega að gera sitt besta.“

mbl.is