1.715 börnum boðið leikskólapláss

Leikskólamál | 14. maí 2024

1.715 börnum boðið leikskólapláss

Foreldrar 1.715 barna hafa þegið vistun í leikskóla á vegum Reykjavíkurborgar í fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa árið 2024. 

1.715 börnum boðið leikskólapláss

Leikskólamál | 14. maí 2024

Talsverðum fjölda barna sem verða orðin 18. mánaða hinn 1. …
Talsverðum fjölda barna sem verða orðin 18. mánaða hinn 1. september hefur verið boðið leikskólapláss samkvæmt tilkynningunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Foreldrar 1.715 barna hafa þegið vistun í leikskóla á vegum Reykjavíkurborgar í fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa árið 2024. 

Foreldrar 1.715 barna hafa þegið vistun í leikskóla á vegum Reykjavíkurborgar í fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa árið 2024. 

Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en þar segir einnig að áætla megi að 350 börn fá vistun frá næsta hausti hjá sjálfstætt starfandi leikskólum. 

„Talsverðum fjölda barna sem fædd eru í febrúar 2023 og verða orðin 18 mánaða þann 1. september næstkomandi hefur verið boðið leikskólapláss. Þó er misjafnt er eftir hverfum hversu mörg börn á þessum aldri hafa fengið boð. Enn stendur yfir úthlutun hjá sjálfsstætt starfandi leikskólum en mörg börn eru skráð á tvo eða fleiri biðlista sem þýðir að heildarmynd fyrir haustið á eftir að skýrast,“ segir í tilkynningunni. 

Reykjavíkurborg hvetur foreldra barna sem fengið hafa boð um pláss til að draga aðrar umsóknir til baka svo aðrir foreldrar fái svör fyrr. 

Þá er þess einnig getið að ný pláss muni bætast við í haust þegar Ævintýraborg við Baronstíg/Vörðuskóla opnar en skólinn verður hluti af leikskólanum Miðborg. Stefnt er að því að hefja innritun í sumar. 

mbl.is