Arnar Þór segir dýrmætustu stundirnar vera við matarborðið

Uppskriftir | 15. maí 2024

Arnar Þór segir dýrmætustu stundirnar vera við matarborðið

Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi kann að njóta góðs matar og nýtur þess að snæða með fjölskyldunni kvöldverð heima. Hann deilir með lesendum matarvefsins sinni uppáhaldsgrilluppskrift sem steinliggur fyrir sumargrillið og ekki síst á sjálfan kjördag sem nálgast óðum en kosið verður laugardaginn þann 1. júní næstkomandi.

Arnar Þór segir dýrmætustu stundirnar vera við matarborðið

Uppskriftir | 15. maí 2024

Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi og eiginkona hans Hrafnhildur Sigurðardóttir í …
Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi og eiginkona hans Hrafnhildur Sigurðardóttir í eldhúsinu heima. Ljósmynd/Haakon Broder Lund

Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi kann að njóta góðs matar og nýtur þess að snæða með fjölskyldunni kvöldverð heima. Hann deilir með lesendum matarvefsins sinni uppáhaldsgrilluppskrift sem steinliggur fyrir sumargrillið og ekki síst á sjálfan kjördag sem nálgast óðum en kosið verður laugardaginn þann 1. júní næstkomandi.

Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi kann að njóta góðs matar og nýtur þess að snæða með fjölskyldunni kvöldverð heima. Hann deilir með lesendum matarvefsins sinni uppáhaldsgrilluppskrift sem steinliggur fyrir sumargrillið og ekki síst á sjálfan kjördag sem nálgast óðum en kosið verður laugardaginn þann 1. júní næstkomandi.

Sjö manna fjölskylda með góða matarlyst

Arnar Þór er kvæntur Hrafnhildi Sigurðardóttur og saman eiga þau fimm börn. „Börnin hafa öll góða matarlyst og hér á heimilinu er eldað fyrir sjö manns á hverju kvöldi. Það verður að segjast að Hrafnhildur hefur borið hitann og þungann af eldamennskunni, en krakkarnir taka virkan þátt í eldhúsverkunum. Sjálfur hef séð um að grilla – og þá sérstaklega á sumrin,“ segir Arnar Þór með bros á vör.

Arnar Þór segist vera duglegur að grilla, sérstaklega á sumrin.
Arnar Þór segist vera duglegur að grilla, sérstaklega á sumrin. Ljósmynd/Haakon Broder Lund

Dýrmætar gæðastundir

Fjölskyldan heldur mikið upp á stundirnar sem hún ver við matarborðið og má segja að þær stundir séu nokkuð heilagar.

„Við Hrafnhildur höfum alltaf lagt áherslu á að borða kvöldmat með börnunum okkar, án sjónvarps og síma. Þar gefst okkur tækifæri til að ræða saman um daginn, hvað hefur gengið vel og hvað var skemmtilegast þann daginn. Þetta eru dýrmætar gæðastundir fjölskyldunnar,“ segir Arnar Þór.

Arnar Þór segir að dýrmætustu gæðastundir fjölskyldunnar fari fram við …
Arnar Þór segir að dýrmætustu gæðastundir fjölskyldunnar fari fram við matarborðið. Ljósmynd/Haakon Broder Lund

Þegar Arnar Þór var beðinn um að deila með lesendum matarvefs mbl.is sinni uppáhalds grilluppskrift var hann ekki lengi að bregðast við og sagði að uppáhaldsrétturinn eigi sér ákveðna sögu. Þetta eru grillaðar lambakótelettur með grísku ívafi, bornar fram með sítrónukartöflum, grísku salati og tzatziki-sósu sem er frábær sumarréttur að njóta. Við Hrafnhildur heilluðumst af grískri matarmenningu þegar við fórum til Grikklands í fyrra. Grísk matseld er látlaus og heiðarleg í allri framsetningu. Maturinn er einfaldur, hollur og bragðgóður. Í gríska eldhúsinu leið mér eins og ég væri kominn heim til mömmu og ömmu,“ segir Arnar Þór og bætir við að hann sé ávallt spenntur að grilla þessa lambakótelettur.

Hjónin heilluðustu að grískri matargerð þegar þau heimsóttu Grikkland í …
Hjónin heilluðustu að grískri matargerð þegar þau heimsóttu Grikkland í fyrra. Ljósmynd/Haakon Broder Lund

Grillaðar lambakótelettur með grísku ívafi með sítrónukartöflum, grísku salati og tzatziki-sósu

Sítrónu-kartöflur

  • 1 kg kartöflur
  • 1 sítróna, safinn pressaður
  • 1 dl ólífuolía
  • 3-4 pressaðir hvítlauksgeirar
  • 2 tsk. óreganó
  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Kartöflur flysjaðar og skornar í grófa bita.
  2. Öllum hráefnum blandað saman og kartöflunum velt upp úr því.
  3. Leyfið svo að marínerast í leginum í um 2 klukkustundir.
  4. Allt sett í eldfast fat og bakað í 45 mínútur í 200°C heitum ofni eða þar til kartöflurnar eru vel eldaðar í gegn.

Grillaðar lambakótelettur í grískum stíl

  • 8 kótelettur, fituhreinsaðar og skornar í tvennt
  • 1 búnt af rósmarín
  • 1 lúka óreganó
  • 4 hvítlauksgeirar
  • Safi úr einni sítrónu
  • ½ dl ólífuolía
  • Cayennepipar eftir smekk
  • Salt eftir smekk

Aðferð:

  1. Maukið hráefnið í maríneringuna gróft í matvinnsluvél, allt nema kóteletturnar sjálfar.
  2. Kóteletturnar lagðar í löginn og maríneraðar í um klukkustund. Grillið á háum hita.

Tzatziki sósa

  • 1 agúrka
  • 4 hvítlauksrif
  • 1 dós, lítil grísk jógúrt
  • ½ sítróna
  • 1 msk. ólífuolía
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Agúrkan er skorin í tvennt og fræin hreinsuð innan úr henni.
  2. Síðan er hún rifin niður á grófustu hlið rifjárns.
  3. Gott er að taka mest af safanum af agúrkunni með eldhúsbréfi.
  4. Hvítlauksrifin pressuð og síðan er öllu blandað saman, saltað, piprað og kælt í nokkra klukkutíma fyrir neyslu.

Grískt salat

  • 3 msk. ólífuolía
  • 2 msk. hvítvínsedik
  • Salt eftir smekk
  • Smá börkur af sítrónu
  • óreganó
  • ½ rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
  • ½ gúrka, í sneiðum
  • 10 kirsuberjatómatar, í bátum
  • 10-15 stk. ólífur
  • Roman salat
  • 100 g fetaostur

Aðferð:

  1. Ediki, olíu, salti, sítrónuberki og oreganó blandað saman.
  2. Rauðlaukurinn lagður í dressinguna og maríneraður í 10 mínútur.
  3. Agúrku, tómötum og ólífum bætt út í og blandað saman.
  4. Salatið rifið niður og sett á disk, rest af grænmeti sett yfir og fetaosturinn mulinn yfir að lokum.
Lambakótelettur eldaðar með grísku ívafi bornar fram með grísku meðlæti.
Lambakótelettur eldaðar með grísku ívafi bornar fram með grísku meðlæti. Ljósmynd/Haakon Broder Lund
Grískt salat.
Grískt salat. Ljósmynd/Haakon Broder Lund
Sítrónukartöflurnar er mesta lostæti að sögn Arnars Þórs.
Sítrónukartöflurnar er mesta lostæti að sögn Arnars Þórs. Ljósmynd/Haakon Broder Lund
Uppáhaldsgrillréttu Arnars Þórs kominn á diskinn ásamt meðlæti.
Uppáhaldsgrillréttu Arnars Þórs kominn á diskinn ásamt meðlæti. Ljósmynd/Haakon Broder Lund
Hjónin eru hrifin af einfaldri og látlausri matargerð þar sem …
Hjónin eru hrifin af einfaldri og látlausri matargerð þar sem gæðahráefni er í forgrunni. Ljósmynd/Haakon Broder Lund
mbl.is