Dauðsföllum vegna ofskömmtunar fækkar milli ára

Ópíóíðar | 15. maí 2024

Dauðsföllum vegna ofskömmtunar fækkar milli ára

Dauðsföllum vegna ofskömmtunar lyfja í Bandaríkjunum hefur farið fækkandi í fyrsta skipti síðan árið 2018. Er fækkunin meðal annars rakin til þess að lyfið Naloxone hefur orðið aðgengilegra í Bandaríkjunum.

Dauðsföllum vegna ofskömmtunar fækkar milli ára

Ópíóíðar | 15. maí 2024

AFP/Juan Pablo Pino

Dauðsföllum vegna ofskömmtunar lyfja í Bandaríkjunum hefur farið fækkandi í fyrsta skipti síðan árið 2018. Er fækkunin meðal annars rakin til þess að lyfið Naloxone hefur orðið aðgengilegra í Bandaríkjunum.

Dauðsföllum vegna ofskömmtunar lyfja í Bandaríkjunum hefur farið fækkandi í fyrsta skipti síðan árið 2018. Er fækkunin meðal annars rakin til þess að lyfið Naloxone hefur orðið aðgengilegra í Bandaríkjunum.

Naloxone er skaðaminnkandi efni og er notað sem meðferð vegna ofneyslu ópíóða sem getur valdið öndunarstoppi og dauða.

Í fyrra voru rúmlega 100 þúsund dauðsföll rakin til ofskömmtunar lyfja, það er þremur prósentum minna en árið áður.

Joseph Friedman, rannsakandi við Háskólann í Kaliforníu, sagði í samtali við AFP-fréttastofuna að margir þættir spiluðu inn í fækkun dauðsfalla og benti auk þess á að búið væri að auka aðgengi að meðferðum við fíkniefnavanda, og að efnið Naloxone væri orðið aðgengilegra.

Þá benti hann einnig á að ópíóðinn fentanýl væri orðinn svo útbreiddur í Bandaríkjunum að efnið ætti það síður til að koma fólki að óvörum við notkun þess.  

mbl.is