Erum komin í öruggt skjól í Sunnusmára

Raddir Grindvíkinga | 15. maí 2024

Erum komin í öruggt skjól í Sunnusmára

Grindvíkingar eru áberandi í Smárahverfinu í Kópavogi. Í fjölbýlishúsinu Sunnusmára 11 eru alls 27 íbúðir og í um helmingi þeirra er fólk úr Grindavík. Fleiri þaðan úr bæ sem yfirgefa þurftu heimahaga sína í nóvember síðastliðnum eru í húsum á þessum slóðum, en því hefur tilviljun ein ráðið segir Guðrún Bentína Frímannsdóttir.

Erum komin í öruggt skjól í Sunnusmára

Raddir Grindvíkinga | 15. maí 2024

Mæðgin Guðrún Bentína og sonurinn Ívar hér fyrir framan fjölbýlishúsið …
Mæðgin Guðrún Bentína og sonurinn Ívar hér fyrir framan fjölbýlishúsið í Smárahverfi í Kópavogi, en þangað flutti fjölskyldan nýlega. mbl.is/Sigurður Bogi

Grind­vík­ing­ar eru áber­andi í Smára­hverf­inu í Kópa­vogi. Í fjöl­býl­is­hús­inu Sunnu­smára 11 eru alls 27 íbúðir og í um helm­ingi þeirra er fólk úr Grinda­vík. Fleiri þaðan úr bæ sem yf­ir­gefa þurftu heima­haga sína í nóv­em­ber síðastliðnum eru í hús­um á þess­um slóðum, en því hef­ur til­vilj­un ein ráðið seg­ir Guðrún Bentína Frí­manns­dótt­ir.

Grind­vík­ing­ar eru áber­andi í Smára­hverf­inu í Kópa­vogi. Í fjöl­býl­is­hús­inu Sunnu­smára 11 eru alls 27 íbúðir og í um helm­ingi þeirra er fólk úr Grinda­vík. Fleiri þaðan úr bæ sem yf­ir­gefa þurftu heima­haga sína í nóv­em­ber síðastliðnum eru í hús­um á þess­um slóðum, en því hef­ur til­vilj­un ein ráðið seg­ir Guðrún Bentína Frí­manns­dótt­ir.

„Hér var full­byggð blokk og íbúðir til sölu þegar við Grind­vík­ing­ar þurft­um. Þetta réðst bara af tíma og aðstæðum,“ seg­ir Bentína, sem er gift Marteini Guðbjarts­syni sjó­manni. Þau eiga tvo syni; átta og ell­efu ára, og hef­ur fjöl­skyld­an að und­an­förnu verið að koma sér fyr­ir í snot­urri íbúð í áður­nefndu húsi við Sunnu­smára.

Börn­in í Breiðabliki

„Við erum mjög ánægð með íbúðina og lífið er smátt og smátt að kom­ast í eðli­leg­an far­veg. Hjá Breiðabliki hafa Grinda­vík­ur­börn­in sem þar taka þátt í íþrótt­a­starfi fengið frá­bær­ar mót­tök­ur. Sama get ég sagt um Smára­skóla, þar sem yngri strák­ur­inn okk­ar er. Mér telst svo til að næsta vet­ur verði senni­lega um 30 börn úr Grinda­vík í Smára­skóla og ég er mjög ánægð með starfið þar,“ seg­ir Bentína sem er íþrótta­kenn­ari að mennt. Hún hef­ur að und­an­förnu kennt börn­um úr Grunn­skóla Grinda­vík­ur, það er 5.-8. bekk sem eru í safn­skól­an­um við Ármúla í Reykja­vík. Verið með þann hóp í íþrótt­um og sundi – en ætl­ar næsta vet­ur að taka sér hlé frá kennsl­unni.

„Aðstæður að und­an­förnu hafa tekið á, svo ég þarf hlé frá kennsl­unni. Verð flug­freyja hjá Icelanda­ir í sum­ar og von­andi eitt­hvað leng­ur,“ seg­ir viðmæl­andi.

Nán­ast á sléttu

Upp­kaup rík­is­ins á eign­um í Grinda­vík gerðu Bentínu og Marteini mögu­legt að kom­ast nán­ast á sléttu frá eign sinni þar í íbúðina nýju í Sunnu­smára.

„Stjórn­völd hafa vissu­lega komið til móts við Grind­vík­inga, en þetta hef­ur bara tekið alltof lang­an tíma. Grinda­vík­ur­mál hafa nán­ast verið að gleym­ast, sem má ekki ger­ast. En mest um vert er að núna erum við kom­in í ör­uggt skjól í Smár­an­um, eins og svo marg­ir úr Grinda­vík – góðum bæ sem þekkt­ur var fyr­ir sam­heldni,“ seg­ir Guðrún Bentína að síðustu.

mbl.is