Gengin 6 mánuði á leið en engin óléttukúla sýnileg

Meðganga | 15. maí 2024

Gengin 6 mánuði á leið en engin óléttukúla sýnileg

Hin 21 árs gamla Olivia hefur vakið mikla athygli á TikTok, en hún er ófrísk að sínu fyrsta barni og birti myndband í febrúar þar sem hún segist vera gengin fjóra mánuði á leið en það sé ekki enn farið að sjást á henni. 

Gengin 6 mánuði á leið en engin óléttukúla sýnileg

Meðganga | 15. maí 2024

Hin 21 árs gamla Olivia hefur vakið mikla athygli á …
Hin 21 árs gamla Olivia hefur vakið mikla athygli á TikTok, en hún er ófrísk að sínu fyrsta barni. Samsett mynd

Hin 21 árs gamla Oli­via hef­ur vakið mikla at­hygli á TikT­ok, en hún er ófrísk að sínu fyrsta barni og birti mynd­band í fe­brú­ar þar sem hún seg­ist vera geng­in fjóra mánuði á leið en það sé ekki enn farið að sjást á henni. 

Hin 21 árs gamla Oli­via hef­ur vakið mikla at­hygli á TikT­ok, en hún er ófrísk að sínu fyrsta barni og birti mynd­band í fe­brú­ar þar sem hún seg­ist vera geng­in fjóra mánuði á leið en það sé ekki enn farið að sjást á henni. 

Mynd­bandið sem um ræðir hef­ur fengið yfir 25,3 millj­ón­ir áhorfa og hafa há­vær­ar radd­ir sakað hana um að ljúga um þung­un­ina. 

„Eins og flest­ir vita þá er ég geng­in næst­um fjóra mánuði á leið. Ég er bara að velta því fyr­ir mér hvenær það fer að sjást á mér því að ég fer til lækn­is­ins, þú veist fæðing­ar- og kven­sjúk­dóma­lækn­is­ins, og hún er bara: „Þú ert í öðrum þriðjungi meðgöng­unn­ar?“ Já, ég veit ekki hvar barnið er en barnið er heil­brigt,“ seg­ir hún í mynd­band­inu. 

„Þetta er farið að fara í taug­arn­ar á mér“

Síðan þá hafa fylgj­end­ur Oli­viu krafið hana um að sýna sönn­un­ar­gögn þess að hún sé ófrísk og hef­ur hún gert fjölda mynd­banda þar sem hún sýn­ir són­ar­mynd af barn­inu og já­kvætt þung­un­ar­próf.

Í dag er hún geng­in sex mánuði á leið og í síðasta mynd­bandi sem hún birti á TikT­ok svar­ar hún eft­ir­far­andi um­mæl­um: „Hún er ekki raun­veru­lega ófrísk.“

„Þetta er í síðasta skiptið sem ég ætla að tala um þetta, að þið haldið að ég sé ekki ófrísk, því þetta er farið að fara í taug­arn­ar á mér. Og í fyrstu var ég bara: „Skipt­ir engu, mér er al­veg sama“. En núna er þetta orðið of mikið og farið að fara í taug­arn­ar á mér,“ seg­ir hún í mynd­band­inu. 

Hún sýn­ir svo mynd af já­kvæðu þung­un­ar­prófi, mynd­ir af henni og unn­usta henn­ar í fyrsta són­arn­um, són­ar­mynd af barn­inu og fleiri sann­an­ir sem sýna að hún sé ófrísk og eigi von á barni. 

mbl.is