Freistandi að snerta málið ekki með priki

Útlendingafrumvarp 2024 | 16. maí 2024

Freistandi að snerta málið ekki með priki

Önnur umræða um útlendingafrumvarpið svokallaða stendur nú yfir á Alþingi. Þingmenn hófu að ræða frumvarpið upp úr klukkan 14 og munu gera það næstu klukkutimana miðað við mælendaskrána. 

Freistandi að snerta málið ekki með priki

Útlendingafrumvarp 2024 | 16. maí 2024

Bryndís Haraldsdóttir er formaður allsherjar- og menntamálanefndar og mælti fyrir …
Bryndís Haraldsdóttir er formaður allsherjar- og menntamálanefndar og mælti fyrir frumvarpinu í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Önnur umræða um út­lend­inga­frum­varpið svo­kallaða stend­ur nú yfir á Alþingi. Þing­menn hófu að ræða frum­varpið upp úr klukk­an 14 og munu gera það næstu klukkutim­ana miðað við mæl­enda­skrána. 

Önnur umræða um út­lend­inga­frum­varpið svo­kallaða stend­ur nú yfir á Alþingi. Þing­menn hófu að ræða frum­varpið upp úr klukk­an 14 og munu gera það næstu klukkutim­ana miðað við mæl­enda­skrána. 

Umræðan hef­ur þó verið nokkuð hófstillt miðað við það sem stund­um hef­ur gengið á í þingsal þegar eld­fim mál eru til umræðu. 

Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði til að mynda að mála­flokk­ur­inn sé þess eðlis að freist­andi hefði verið að „snerta þetta mál ekki einu sinni með priki, víkja sér und­an ábyrgð og segja að mála­flokk­ur­inn sé í hönd­um annarra.“ Það væri hins veg­ar ekki það ábyrga í stöðunni. Frum­varpið sé langt frá því að leysa all­ar áskor­an­ir sem finna má í þessu mála­flokki en ákveðin ákvæði muni styðja við þá veg­ferð að henn­ar mati. 

Kristrún Frostadóttir.
Kristrún Frosta­dótt­ir. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Deilt um dval­ar­leyfi og fjöl­skyldusam­ein­ing­ar 

Svo virðist sem flokk­arn­ir á þingi styðji helstu mark­mið frum­varps­ins og marg­ir sem tekið hafa til máls vilja meiri skil­virkni í mála­flokkn­um. 

Frum­varpið var af­greitt úr alls­herj­ar og mennta­mála­nefnd þings­ins í gær. Frum­varpið ger­ir ráð fyr­ir stytt­ingu gild­is­tíma dval­ar­leyfa úr 4 árum í 2 ár, auk þess sem að fjöl­skyldusam­ein­ing­ar verði ekki heim­il­ar fyrr en viðkom­andi hafi end­ur­nýjað leyfið sitt a.m.k. einu sinni.

Um þetta atriði virðist vera mest deilt og hafa nokkr­ir flokk­ar lagt fram breyt­inga­til­lög­ur. 

Einnig eru þing­menn ekki sam­mála um hvort eða hvert eigi að horfa til á Norður­lönd­un­um. Þar séu lög um út­lend­inga mis­mun­andi. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokks­ins, sagði til dæm­is í umræðunni að Miðflokk­ur­inn vilji horfa til Dan­mörku. 

mbl.is