Laufey með tónleika í Royal Albert Hall

Instagram | 16. maí 2024

Laufey með tónleika í Royal Albert Hall

Í kvöld stígur tónlistarkonan Laufey Lín Bing Jónsdóttir á svið í Royal Albert Hall, einni þekktustu tónleikahöll heims. Uppselt er á tónleikana en tónleikahöllin tekur rúmlega 5.000 manns í sæti. 

Laufey með tónleika í Royal Albert Hall

Instagram | 16. maí 2024

Laufey vann Grammy-verðlaun fyrr á árinu.
Laufey vann Grammy-verðlaun fyrr á árinu. AFP

Í kvöld stíg­ur tón­list­ar­kon­an Lauf­ey Lín Bing Jóns­dótt­ir á svið í Royal Al­bert Hall, einni þekkt­ustu tón­leika­höll heims. Upp­selt er á tón­leik­ana en tón­leika­höll­in tek­ur rúm­lega 5.000 manns í sæti. 

Í kvöld stíg­ur tón­list­ar­kon­an Lauf­ey Lín Bing Jóns­dótt­ir á svið í Royal Al­bert Hall, einni þekkt­ustu tón­leika­höll heims. Upp­selt er á tón­leik­ana en tón­leika­höll­in tek­ur rúm­lega 5.000 manns í sæti. 

Breska tón­list­ar­kon­an Matilda Mann verður sér­stak­ur gest­ur á tón­leik­un­um. 

Nokkr­ar af stærstu tón­list­ar­stjörn­um heims hafa stigið á svið tón­leika­hall­ar­inn­ar í gegn­um árin og má þar nefna Eric Clapt­on, Jimi Hendrix, Adele og Tinu Turner. 

Lauf­ey er sem stend­ur á tón­leika­ferðalagi, The Bewitched Tour, og hef­ur flogið heims­horna á milli síðastliðna mánuði. Næst held­ur hún til Indó­nes­íu þar sem hún kem­ur fram á Java-jazzhátíðinni í Jakarta þann 25. maí næst­kom­andi.

View this post on In­sta­gram

A post shared by lauf­ey (@lauf­ey)

mbl.is