Liðið hélt óvænt steypiboð fyrir Söndru

Meðganga | 16. maí 2024

Liðið hélt óvænt steypiboð fyrir Söndru

Handknattleiksparið Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason á von á sínu fyrsta barni saman. Þau eru bæði atvinnumenn í handknattleik og eru búsett í Þýskalandi þar sem Sandra leikur með Tuz Metzingen í þýsku úrvalsdeildinni og Daníel með Balingen. 

Liðið hélt óvænt steypiboð fyrir Söndru

Meðganga | 16. maí 2024

Sandra Erlingsdóttir er ófrísk að sínu fyrsta barni.
Sandra Erlingsdóttir er ófrísk að sínu fyrsta barni.

Hand­knatt­leik­sparið Sandra Erl­ings­dótt­ir og Daní­el Þór Inga­son á von á sínu fyrsta barni sam­an. Þau eru bæði at­vinnu­menn í hand­knatt­leik og eru bú­sett í Þýskalandi þar sem Sandra leik­ur með Tuz Metz­ingen í þýsku úr­vals­deild­inni og Daní­el með Bal­ingen. 

Hand­knatt­leik­sparið Sandra Erl­ings­dótt­ir og Daní­el Þór Inga­son á von á sínu fyrsta barni sam­an. Þau eru bæði at­vinnu­menn í hand­knatt­leik og eru bú­sett í Þýskalandi þar sem Sandra leik­ur með Tuz Metz­ingen í þýsku úr­vals­deild­inni og Daní­el með Bal­ingen. 

Parið greindi frá ólétt­unni í janú­ar síðastliðnum og til­kynntu kynið í mars, en þau eiga von á strák.

Á dög­un­um hélt lið Söndru svo óvænt steypi­boð fyr­ir hana á æf­inga­svæðinu, en þær komu henni sann­ar­lega á óvart með blá­um skreyt­ing­um og góm­sæt­um veit­ing­um. Þá fékk Sandra sér­merkt­ar sam­fell­ur og smekki frá liðinu í sann­kölluðu hand­boltaþema. 

Fékk kynja­veislu á vell­in­um í Lund­ún­um

Það virðist ekki vera óal­gengt að blásið sé til veislu þegar liðsmenn eru barns­haf­andi, en í októ­ber í fyrra hélt enska fé­lagið West Ham, sem knatt­spyrnu­kon­an Dagný Brynj­ars­dótt­ir leik­ur fyr­ir, flotta kynja­veislu fyr­ir hana á æf­inga­svæðinu. 

mbl.is