Lifnar yfir smábátahöfninni á Brjánslæk

Grásleppuveiðar | 17. maí 2024

Lifnar yfir smábátahöfninni á Brjánslæk

Þrír bátar hafa landað á Brjánslæk það sem af er maí og nemur aflinn 24,7 tonnum, þar af rúm 17 tonn af grásleppu og 6,7 tonn af þorski, að því er má lesa í gögnum Fiskistofu. Umsvif útgerðar aukast ávallt á svæðinu á þessum árstíma.

Lifnar yfir smábátahöfninni á Brjánslæk

Grásleppuveiðar | 17. maí 2024

Um 17 tonnum af grásleppu hefur verið landað á Brjánslæk …
Um 17 tonnum af grásleppu hefur verið landað á Brjánslæk í maí. Ljósmynd/Vesturbyggð

Þrír bát­ar hafa landað á Brjáns­læk það sem af er maí og nem­ur afl­inn 24,7 tonn­um, þar af rúm 17 tonn af grá­sleppu og 6,7 tonn af þorski, að því er má lesa í gögn­um Fiski­stofu. Um­svif út­gerðar aukast ávallt á svæðinu á þess­um árs­tíma.

Þrír bát­ar hafa landað á Brjáns­læk það sem af er maí og nem­ur afl­inn 24,7 tonn­um, þar af rúm 17 tonn af grá­sleppu og 6,7 tonn af þorski, að því er má lesa í gögn­um Fiski­stofu. Um­svif út­gerðar aukast ávallt á svæðinu á þess­um árs­tíma.

Æsir BA-808 er eini bát­ur­inn sem hef­ur gert út á grá­sleppu frá Brjáns­læk hingað til í vor og hef­ur feng­ist vænn afli, að meðaltali 1,9 tonn í lönd­un en mesti afl­inn í lönd­un var 2. maí þegar Æsir kom með rúm þrjú tonn af grá­sleppu.

Fram kem­ur á vef Vest­ur­byggðar að gert sé ráð fyr­ir að grá­sleppu­veiðin fær­ist í auk­anna þegar líður á mánuðinn þar sem opnað verður fyr­ir veiði á innra svæði 20. maí.

Grá­slepp­an er verkuð í vinnslu­húsi Sæfrosts ehf. en þangað rat­ar einnig grá­sleppa víðsveg­ar að. Hrogn­in eru söltuð og seld til Svíþjóðar á meðan Hamra­fell ehf. kaup­ir hvelj­una til fryst­ing­ar. Um sjö starfa hjá Sæfrosti og er búið að salta í annað vel yfir þúsund tunn­ur.

Ný smábátahöfn var tekin í notkun í fyrra. Tvær strandveiðibátar …
Ný smá­báta­höfn var tek­in í notk­un í fyrra. Tvær strand­veiðibát­ar og einn grá­sleppu­bát­ur hafa landað afla á Brjáns­læk það sem af er maí. Ljós­mynd/​Vest­ur­byggð

Þá hafa tveir strand­veiðibát­ar landað á Brjáns­læk þeir Jón Bóndi BA-7 og Kría BA-75 og er sam­an­lagður afli þeirra 5,3 tonn af þorski.

Fram kem­ur á vef Vest­ur­byggðar að ný smá­báta­höfn hafi verið tek­in í notk­un í fyrra. „Grjót­g­arður­inn fyr­ir hana var gerður haustið 2022 en síðastliðið sum­ar var steypt­um land­stöpli komið fyr­ir og flot­bryggja fest við hann. Þá var einnig lagt raf­magn á bryggj­una. Hún leys­ir af hólmi gömlu bryggj­una sem var þeim meg­in sem Bald­ur lagði að. Sú flot­bryggja var flutt á Patró. Til­koma nýju hafn­ar­inn­ar bæt­ir mjög aðstöðu og ör­yggi til út­gerðar því þar eru bát­arn­ir í vari fyr­ir kvik­unni sem mynd­ast í sunna­nátt­um.“

Þá stend­ur til að gera um­bæt­ur á vinnuaðstöðu hafn­ar­varðar með nýju aðstöðuhúsi auk þess sem áform eru um nýtt sorp­gerði.

Þá sigl­ir Bald­ur til Brjáns­læk sex daga vik­unn­ar. og bæt­ast lau­ar­dag­ar við frá fyrsta júní og frá og með 9. júní verða tvær ferðir dag­lega.

mbl.is