Myndskeið: Hátt í 140 lömb á tveimur sólarhringum

Raddir Grindvíkinga | 17. maí 2024

Myndskeið: Hátt í 140 lömb á tveimur sólarhringum

Hátt í 140 lömb voru borin á Stað í Grindavík á tveimur sólarhringum að sögn Ragnars Haukssonar sem aðstoðar Hermann Ólafsson, fjárbónda á Stað, við sauðburð.

Myndskeið: Hátt í 140 lömb á tveimur sólarhringum

Raddir Grindvíkinga | 17. maí 2024

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Hátt í 140 lömb voru bor­in á Stað í Grinda­vík á tveim­ur sól­ar­hring­um að sögn Ragn­ars Hauks­son­ar sem aðstoðar Her­mann Ólafs­son, fjár­bónda á Stað, við sauðburð.

    Hátt í 140 lömb voru bor­in á Stað í Grinda­vík á tveim­ur sól­ar­hring­um að sögn Ragn­ars Hauks­son­ar sem aðstoðar Her­mann Ólafs­son, fjár­bónda á Stað, við sauðburð.

    Kind var að bera þegar blaðamenn og ljós­mynd­ari mbl.is litu við í gær, og veitti fréttateymið Ragn­ari liðsinni við að taka á móti lamb­inu, eins og sést í mynd­skeiðinu hér að ofan.

    Ragnar Hauksson aðstoðarfjárbóndi með nýfætt lamb.
    Ragn­ar Hauks­son aðstoðarfjárbóndi með ný­fætt lamb. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

    Kind­urn­ar verða um kyrrt

    Ragn­ar seg­ir að kind­urn­ar á Stað hafi orðið að yf­ir­gefa Grinda­vík þegar hætt­an var sem mest, en þá óskaði Mat­væla­stofn­un eft­ir því að kind­urn­ar færu. Dvöldu þær á bæn­um Kiðafelli í Kjós á meðan. 

    Ragn­ar seg­ir að kind­urn­ar hafi síðan fengið að snúa til baka.

    Hann tel­ur ólík­legt að kind­urn­ar þurfi að yf­ir­gefa bæ­inn hefj­ist gos á nýj­an leik. Ástæðan sé sú að hraunið myndi ólík­lega ná það langt inn í bæ­inn.

    Ragn­ar tek­ur fram að þegar það gaus í mars hafi kind­urn­ar fengið að vera um kyrrt, en þá fengu aðrir bænd­ur í Grinda­vík að flytja sitt fé á Stað. 

    mbl.is