„Okkur mun ekki bregða“

Raddir Grindvíkinga | 19. maí 2024

„Okkur mun ekki bregða“

Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður, formaður bæjarráðs Grindavíkur og íbúi í Grindavík, segir íbúa meðvitaða um stöðuna og reiðubúna að rýma bæinn komi til þess.

„Okkur mun ekki bregða“

Raddir Grindvíkinga | 19. maí 2024

Hjálmar segir íbúa meðvitaða um stöðuna og reiðubúna.
Hjálmar segir íbúa meðvitaða um stöðuna og reiðubúna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjálm­ar Hall­gríms­son, lög­reglumaður, formaður bæj­ar­ráðs Grinda­vík­ur og íbúi í Grinda­vík, seg­ir íbúa meðvitaða um stöðuna og reiðubúna að rýma bæ­inn komi til þess.

Hjálm­ar Hall­gríms­son, lög­reglumaður, formaður bæj­ar­ráðs Grinda­vík­ur og íbúi í Grinda­vík, seg­ir íbúa meðvitaða um stöðuna og reiðubúna að rýma bæ­inn komi til þess.

Hjálm­ar er einn þeirra íbúa sem held­ur enn til í bæn­um. Hann seg­ir fátt annað hægt í stöðunni en að bíða og sjá til hvernig mál­in þró­ast. 

„Okk­ur mun ekki bregða ef eitt­hvað ger­ist, það eru bara all­ir að bíða.“ 

Gist í um þrjá­tíu heim­il­um

„Það er bara al­veg ágætt, það eru ein­hverj­ir skjálft­ar þarna við Sund­hnúkagígaröðina, en þeir finn­ast ekki hér í Grinda­vík,“ seg­ir Hjálm­ar og held­ur áfram:  

„Við erum bara að bíða þar til að eitt­hvað ræt­ist úr þess­um eld­gosa­spám.“

Hjálm­ar tel­ur að það sé gist á um þrjá­tíu heim­il­um um þess­ar mund­ir.

Eitt­hva líf sé í starf­semi bæj­ar­ins og nefn­ir veit­ingastaði tvo sem hafa opnað dyr sín­ar, vinnslu í fisk­vinnslu­hús­inu og baka­ríið sem sé af og til opið fyr­ir há­degi.

„Það er smá líf í þessu á virk­um dög­um, en fátt núna um þessa helgi, enda stór ferðahelgi.“

Ekki hægt að bíða enda­laust

Eru tösk­urn­ar til­bún­ar?

„Nei, nei, en við erum al­veg meðvituð um ástandið og vit­um að við gæt­um þurft að rýma út af ein­hverju. Það eru all­ir sem eru hérna meðvitaðir um stöðuna og ekk­ert óvana­legt fyr­ir þenn­an hóp sem er hérna.“

Þér dett­ur ekki til hug­ar að vera ann­ars staðar (en í Grinda­vík) á þess­um tím­um?

„Já, það er eng­in ástæða til að vera að fara eitt­hvað annað á meðan þetta er svona. Þetta er mikið óvissu­ástand og við ger­um okk­ur grein fyr­ir því en okk­ur líður vel hérna og við telj­um okk­ur ör­ugg í þess­ari stöðu.“

„Fólk er svo­lítið bara að bíða og sjá til og þannig verður það áfram þar til að við fáum frétt­ir úr jörðinni. Það er auðvitað ekki hægt að bíða enda­laust og lífið held­ur áfram.“

mbl.is