Boða til forsetakosninga í Íran

Íran | 20. maí 2024

Boða til forsetakosninga í Íran

Boðað hefur verið til forsetakosninga í Íran í kjölfar þess að forseti landsins Ebrahim Raisi fórst í þyrluslysi í gær. 

Boða til forsetakosninga í Íran

Íran | 20. maí 2024

Íranir syrgja forsetann Ebrahim Raisi en boðað hefur verið til …
Íranir syrgja forsetann Ebrahim Raisi en boðað hefur verið til forsetakosninga í kjölfar andláts hans. AFP

Boðað hef­ur verið til for­seta­kosn­inga í Íran í kjöl­far þess að for­seti lands­ins Ebra­him Raisi fórst í þyrlu­slysi í gær. 

Boðað hef­ur verið til for­seta­kosn­inga í Íran í kjöl­far þess að for­seti lands­ins Ebra­him Raisi fórst í þyrlu­slysi í gær. 

Verða kosn­ing­ar haldn­ar 28. júní næst­kom­andi. 

„Kjör­da­ga­talið var samþykkt á fundi emb­ætt­is­manna inn­an dóm­kerf­is­ins, rík­is­stjórn­ar­inn­ar og þings­ins,“ greindi ír­anska rík­is­sjón­varpið frá.

Sam­kvæmt stjórn­ar­skrá eiga næstu for­seta­kosn­ing­ar að fara fram inn­an 50 daga.

Vara­for­seti lands­ins, Mohammed Mok­h­ber, mun að öll­um lík­ind­um gegna skyld­um for­seta fram að kosn­ing­um. 

mbl.is