Forsetinn og utanríkisráðherrann látnir

Íran | 20. maí 2024

Forsetinn og utanríkisráðherrann látnir

Ebra­him Raisi, forseti Íran, og Hossein Amira­bdolla­hi­an, utanríkisráðherra Íran, létust í þyrluslysi í gær. Þetta hafa íranskir fjölmiðlar nú staðfest. 

Forsetinn og utanríkisráðherrann látnir

Íran | 20. maí 2024

Þyrlan nauðlent harka­lega vegna veður­skil­yrða í norðvest­ur­hluta Íran.
Þyrlan nauðlent harka­lega vegna veður­skil­yrða í norðvest­ur­hluta Íran. AFP

Ebra­him Raisi, for­seti Íran, og Hossein Amira­bdolla­hi­an, ut­an­rík­is­ráðherra Íran, lét­ust í þyrlu­slysi í gær. Þetta hafa ír­ansk­ir fjöl­miðlar nú staðfest. 

Ebra­him Raisi, for­seti Íran, og Hossein Amira­bdolla­hi­an, ut­an­rík­is­ráðherra Íran, lét­ust í þyrlu­slysi í gær. Þetta hafa ír­ansk­ir fjöl­miðlar nú staðfest. 

Þyrl­an nauðlent harka­lega vegna veður­skil­yrða í norðvest­ur­hluta lands­ins. Var þyrl­an á leið frá Aser­baís­j­an til ír­önsku borg­ar­inn­ar Tabriz í fylgd tveggja annarra þyrla. Alls voru níu um borð í þyrlunni sem hrapaði. 

Viðbragðaðilar fundu þyrluna snemma í morg­un og greindu ír­ansk­ir miðlar þá frá slys­inu. 

„Þjónn ír­önsku þjóðar­inn­ar, Ayatollah Ebra­him Raisi hef­ur náð æðsta stigi píslar­vætt­is á meðan hann þjónaði fólk­inu,“ sagði í út­send­ingu rík­is­fjöl­miðlis­ins. Þá voru birt­ar mynd­ir af for­set­an­um og í und­ir­leik heyrðist lesið upp úr Kór­an­in­um. 

Ebra­him Raisi, forseti Íran, árið 2021.
Ebra­him Raisi, for­seti Íran, árið 2021. AFP

15 klukku­stund­ir að finna þyrluna

Viðbragðsaðilar Rauða hálf­mán­ans fundu þyrluna um 15 klukku­stund­um eft­ir að neyðarkall barst. Þá kom í ljós að all­ir sem voru um borð voru þegar látn­ir. 

Lík­in verða flutt til borg­ar­inn­ar Tabriz. 

Líkin flutt frá slysstað.
Lík­in flutt frá slysstað. AFP

Kosn­ing­ar inn­an 50 daga 

Íranska rík­is­stjórn­in hef­ur greint frá því að hún muni starfa áfram.

Mohammad Mok­h­ber vara­for­seti mun taka við for­seta­embætt­inu sam­kvæmt ákvæði stjórn­ar­skrár lands­ins. Hann er 68 ára gam­all og varð vara­for­seti þegar að Raisi tók við for­seta­embætt­inu árið 2021.

Æðsti klerk­ur­inn, Ali Khameini, þarf þó fyrst að samþykkja Mok­h­ber sem for­seta. 

Sam­kvæmt stjórn­ar­skránni eiga kosn­ing­ar að fara fram inn­an 50 daga. 

Mohammad Mokhber varaforseti mun taka við forsetaembættinu.
Mohammad Mok­h­ber vara­for­seti mun taka við for­seta­embætt­inu. AFP

Þjóðarsorg í Pak­ist­an

Fjöl­marg­ir þjóðarleiðtog­ar hafa vottað Írön­um samúð sína, svo sem Mohamed bin Zayed Al Na­hy­an, for­seti Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæm­ana, Bash­ar al-Assad, for­seti Sýr­lands, Ser­gei Lavr­ov, ut­an­rík­is­ráðherra Rúss­lands, og Hak­an Fidan, ut­an­rík­is­ráðherra Tyrk­lands.

Shehbaz Sharif, for­sæt­is­ráðherra Pak­ist­an, lýsti yfir eins dags þjóðarsorg þar í landi.

„Ég ásamt rík­is­stjórn­inni og fólk­inu í Pak­ist­an vott­um ír­önsku þjóðinni okk­ar dýpstu samúð vegna þessa hræðilega missis,“ sagði í færslu Sharif á X. 

Raisi fór í op­in­bera heim­sókn til Pak­ist­an í apríl til þess að bæta sam­band þjóðanna tveggja eft­ir mann­skæðar árás­ir í báðum lönd­um fyrr á ár­inu. 

Frá heimsókn Raisi til Pakistan í apríl.
Frá heim­sókn Raisi til Pak­ist­an í apríl. AFP

Hryðju­verka­sam­tök­in Ham­as vottuðu Írön­um samúð sína og sögðu í yf­ir­lýs­ingu að Raisi hefði verið „virðinga­verður stuðnings­maður“ sam­tak­anna. Ham­as sögðust virki­lega kunna að meta sam­stöð Raisi í stríðinu gegn Ísra­el. 

Þá harmaði líb­anska Hez­bollah-hreyf­ing­in dauða for­set­ans en hreyf­ing­in hef­ur notið stuðnings Íran. 

Í yf­ir­lýs­ingu sögðu þau Raisi hafa verið „vernd­ara“ hópa á svæðinu sem eru á móti Ísra­el. 

Char­les Michel, for­seta leiðtogaráðs Evr­ópu­sam­bands­ins, vottaði fjöl­skyld­um hinna látnu samúð.

Harðlínuklerk­ur

For­set­inn var 63 ára að aldri og hlaut kjör til embætt­is for­seta árið 2021. Fyrsta kjör­tíma­bili hans var því við að ljúka. Rais­hi var kvænt­ur Jami­leh Ala­mol­hoda og áttu þau tvö börn.

Hann var al­mennt álit­inn harðlínuklerk­ur sem þótti lík­leg­ur arftaki æðsta klerks­ins Ali Khameini sem hef­ur verið við völd síðan árið 1989.  

Í for­setatíð Raisi var meðal ann­ars hert á regl­um um klæðaburð kvenna.

Haustið 2022 brut­ust út blóðug mót­mæli eft­ir að siðgæðis­lög­regla lands­ins myrti hina 22 ára gömlu Mös­hu Am­ini þar sem hún þótti hafa brotið gegn regl­un­um. 

Líkin flutt frá slysstað.
Lík­in flutt frá slysstað. AFP

Frétt­in hef­ur verið upp­færð

mbl.is