Þórdís sendir engar samúðarkveðjur

Íran | 21. maí 2024

Þórdís sendir engar samúðarkveðjur

Utanríkisráðherra Íslands hyggst ekki senda Írönum samúðarkveðjur þrátt fyrir að bæði forseti landsins og starfsbróðir ráðherrans hafi látið lífið í flugslysi um helgina.

Þórdís sendir engar samúðarkveðjur

Íran | 21. maí 2024

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ut­an­rík­is­ráðherra Íslands hyggst ekki senda Írön­um samúðarkveðjur þrátt fyr­ir að bæði for­seti lands­ins og starfs­bróðir ráðherr­ans hafi látið lífið í flug­slysi um helg­ina.

Ut­an­rík­is­ráðherra Íslands hyggst ekki senda Írön­um samúðarkveðjur þrátt fyr­ir að bæði for­seti lands­ins og starfs­bróðir ráðherr­ans hafi látið lífið í flug­slysi um helg­ina.

Ebra­him Raisi, for­seti Írans, og Hossein Amira­bdolla­hi­an, ut­an­rík­is­ráðherra Írans, lét­ust í þyrlu­slysi um helg­ina. Æðsti klerk­ur­ Írans, Ali Khameini, hef­ur lýst yfir fimm daga þjóðarsorg vegna dauða Raisi.

„Ég hef ekki gert það og hyggst ekki gera það,“ svar­ar Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra spurð hvort hún ætli að senda Írön­um samúðarkveðjur.

Hún bend­ir aft­ur á móti á að slíkt verk­efni falli oft í skaut for­seta eða for­sæt­is­ráðherra. Hún kveðst samt ekki vita hvort Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra eða Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti ætli að senda sín­ar samúðarkveðjur.

Áhersla á mann­rétt­indi

„Mín áhersla gagn­vart Íran hef­ur til að mynda verið að leggja áherslu á stöðu al­mennra borg­ara þar og við höf­um tekið það upp til að mynda með álykt­un sem við lögðum fram í mann­rétt­indaráði SÞ ásamt Þýskalandi, með sér­stakra áherslu á stöðu kvenna í kjöl­far morðsins á Mös­hu Am­ini,“ út­skýr­ir Þór­dís Kol­brún.

Mahsa Am­ini, 22 ára kúr­dísk kona, lést í kjöl­far hand­töku árið 2022. Hafði hún þá brotið gegn á ströng­um regl­um Írana um notk­un hijab-slæðu.

Álykt­un Íslands og Þýska­lands um að stofnuð yrði sjálf­stæð og óháð rann­sókn­ar­nefnd til að safna upp­lýs­ing­um sem nýst gætu til að draga þá til ábyrgðar sem of­sótt hafa friðsama mót­mæl­end­ur í Íran var í samþykkt af mann­rétt­indaráði Sam­einuðu þjóðanna árið 2022.

mbl.is