Þúsundir minnast Raisi á götum úti

Íran | 21. maí 2024

Þúsundir minnast Raisi á götum úti

Þúsundir Írana hafa safnast saman á götum úti í morgun til að minnast Ebrahim Raisi, forseta landsins, og sjö úr fylgdarliði hans sem fórust í þyrluslysi á sunnudag.

Þúsundir minnast Raisi á götum úti

Íran | 21. maí 2024

Blómsveigar hafa víða verið lagðir niður til minningar um Ebrahim …
Blómsveigar hafa víða verið lagðir niður til minningar um Ebrahim Raisi. AFP/Bay Ismoyo

Þúsund­ir Írana hafa safn­ast sam­an á göt­um úti í morg­un til að minn­ast Ebra­him Raisi, for­seta lands­ins, og sjö úr fylgd­arliði hans sem fór­ust í þyrlu­slysi á sunnu­dag.

Þúsund­ir Írana hafa safn­ast sam­an á göt­um úti í morg­un til að minn­ast Ebra­him Raisi, for­seta lands­ins, og sjö úr fylgd­arliði hans sem fór­ust í þyrlu­slysi á sunnu­dag.

Syrgj­end­urn­ir veifa ír­önsk­um fán­um og halda á mynd­um af for­set­an­um sál­uga. Hófu þeir göngu frá torgi í borg­inni Tabriz í norðvest­ur­hluta Írans, en Raisi var á leiðinni þangað þegar slysið varð.

Æðsti klerk­ur Írans, Ali Khameini, lýsti í gær yfir fimm daga þjóðarsorg vegna dauða Raisi. Jarðarför hans er fyr­ir­huguð á fimmtu­dag­inn í fæðing­ar­borg hans Mashhad. 

AFP/​Ahmad Al-Ru­baye
mbl.is