Uppeldisráð Höllu Hrundar: „Það er engin ein rétt leið í uppeldi“

5 uppeldisráð | 23. maí 2024

Uppeldisráð Höllu Hrundar: „Það er engin ein rétt leið í uppeldi“

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi og eiginmaður hennar, Kristján Freyr Kristjánsson, meðstofnandi og framkvæmdastjóri 50 skills, eiga tvær dætur, þær Hildi Kristínu 11 ára og Sögu Friðgerði 4 ára.

Uppeldisráð Höllu Hrundar: „Það er engin ein rétt leið í uppeldi“

5 uppeldisráð | 23. maí 2024

Halla Hrund Logadóttir og dæturnar Hildur Kristín og Saga Friðgerður. …
Halla Hrund Logadóttir og dæturnar Hildur Kristín og Saga Friðgerður. Hér eru mæðgurnar í sveitinni. Ljósmynd/Aðsend

Halla Hrund Loga­dótt­ir for­setafram­bjóðandi og eig­inmaður henn­ar, Kristján Freyr Kristjáns­son, meðstofn­andi og fram­kvæmda­stjóri 50 sk­ills, eiga tvær dæt­ur, þær Hildi Krist­ínu 11 ára og Sögu Friðgerði 4 ára.

Halla Hrund Loga­dótt­ir for­setafram­bjóðandi og eig­inmaður henn­ar, Kristján Freyr Kristjáns­son, meðstofn­andi og fram­kvæmda­stjóri 50 sk­ills, eiga tvær dæt­ur, þær Hildi Krist­ínu 11 ára og Sögu Friðgerði 4 ára.

„Það er eng­in ein rétt leið í upp­eldi og fyr­ir mér er það að ala upp börn stöðugt lær­dóms­ferli sem geng­ur út á að vera alltaf að leita að hinum gullna meðal­veg. Bæði á milli þess að hvetja börn­in sín áfram og að leyfa þeim að feta sinn veg og á milli þess að styðja þau og leyfa þeim að reka sig á. Ég held að maður kom­ist aldrei á þann stað að vera með ein­hverja fast­mótaða upp­eld­isáætl­un. Maður ger­ir bara sitt besta í öll­um aðstæðum og lær­ir af reynsl­unni,“ seg­ir Halla Hrund sem gef­ur les­end­um hér nokk­ur upp­eld­is­ráð.

Halla Hrund Logadóttir á tvær dætur ásamt eiginmanni sínum, Kristjáni …
Halla Hrund Loga­dótt­ir á tvær dæt­ur ásamt eig­in­manni sín­um, Kristjáni Frey Kristjáns­syni. Ljós­mynd/​Aðsend

1. Gefðu börn­un­um þínum rými til að gera mis­tök og læra af þeim

„Við höf­um til­hneig­ingu til að vilja bjarga börn­un­um okk­ar og leysa hlut­ina fyr­ir þau en þá fá þau ekki tæki­færi til að læra að treysta eig­in dómgreind og byggja þannig upp sjálfs­traust. Sjálfs­traust er ekki að finn­ast þú frá­bær held­ur bók­staf­lega það að treysta sjálf­um þér og þú lær­ir ekki að treysta sjálf­um þér nema þú fáir að prófa þig áfram í að leysa vanda­mál og læra af reynsl­unni.“

2. Vertu til­bú­in að viður­kenna eig­in mis­tök

„Við ger­um öll mis­tök sem for­eldr­ar og mark­miðið ætti ekki að vera að reyna að hætta að gera mis­tök því það er ekki hægt. Við eig­um öll daga þar sem við erum ekki vel upp lögð og bregðumst kannski ekki við eins og við hefðum viljað. Það sem er mik­il­vægt, hins veg­ar, er hvað við ger­um í fram­hald­inu. Með því að taka ábyrgð á eig­in hegðun þá sýn­um við barn­inu okk­ar að þau og þeirra til­finn­ing­ar skipti máli en líka að það er í lagi að gera mis­tök.“

3. Tak­markaðu skjá­tíma

„Það er alltaf að koma bet­ur og bet­ur í ljós hvaða áhrif snjall­tæki hafa á börn (og full­orðna!). Ég veit ekki hvort þetta flokk­ist sem upp­eld­is­ráð en ég er sann­færð um að eitt af því besta sem við get­um gert fyr­ir börn­in okk­ar í nú­tíma sam­fé­lagi er að tak­marka aðgengi þeirra að snjall­tækj­um eins lengi og við get­um.“

4. Gefðu börn­un­um þínum rými til að leiðast

„Við fjöl­skyld­an erum dug­leg að gera skemmti­lega hluti sam­an. Sér­stak­lega um helg­ar. Þá för­um við í sund eða hjóla­t­úra en það þarf að mínu mati ekki alltaf að vera dag­skrá. Í raun­inni held ég að það sé gagn­legt að svo sé ekki. Með því að vera stans­laust að tryggja að börn­un­um okk­ur leiðist ekki þá tök­um við frá þeim frá­bært tæki­færi til að þróa með sér skap­andi hugs­un og læra að vera sjálf­um sér nóg.“

Halla Hrund, Kristján og dæturnar ásamt Jóhönnu Steingrímsdóttur og Loga …
Halla Hrund, Kristján og dæt­urn­ar ásamt Jó­hönnu Stein­gríms­dótt­ur og Loga Ragn­ars­syni.

5. Hugsa vel um sjálf­an sig

„Aft­ur veit ég ekki hvort þetta geti flokk­ast sem upp­eld­is­ráð en ég held að það skipti svo miklu máli sem for­eldri að hlúa vel að sjálf­um sér (það geng­ur reynd­ar mis­vel hjá mér eft­ir því hvað dag­arn­ir færa manni í fang). Bæði af þeirri aug­ljósu ástæðu að ef þér líður vel þá ertu betra for­eldri, en ekki síður vegna þess að með því að hugsa vel um okk­ur sjálf erum við að setja gott for­dæmi fyr­ir börn­in okk­ar. Þau eru eins og svamp­ar og taka miklu frek­ar eft­ir því sem við ger­um en því sem við segj­um.“

6. Gleðin

„Ég hef óbilandi trú á hlátri og gleði. Hljóm­ar ein­falt en það eru held ég alltof marg­ir sem gleyma að hafa gam­an og hlæja. Á okk­ar heim­ili þá eru reglu­lega dan­spartý sem eru ekki flókn­ari en svo að við kveikj­um á tónlist og döns­um. Svo er líka mik­il­vægt að gera grín að sjálf­um sér, maður verður að hafa húm­or fyr­ir því hvað maður er ófull­kom­inn og alltaf að læra.“

Halla Hrund Logadóttir segir mikilvægt að halda í gleðina í …
Halla Hrund Loga­dótt­ir seg­ir mik­il­vægt að halda í gleðina í upp­eld­inu. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is