Patrik gaf út nýja plötu á miðnætti

Patrik Atlason | 24. maí 2024

Patrik gaf út nýja plötu á miðnætti

Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, gaf út plötuna PBT 2.0 á miðnætti. Þetta er hans önnur plata en kappinn skaust upp á stjörnuhimininn fyrir ári síðan.

Patrik gaf út nýja plötu á miðnætti

Patrik Atlason | 24. maí 2024

Patrik Snær Atlason.
Patrik Snær Atlason. Ljósmynd/Anna Maggý Grímsdóttir

Tón­list­armaður­inn Pat­rik Snær Atla­son, bet­ur þekkt­ur sem Pretty­boitjok­ko, gaf út plöt­una PBT 2.0 á miðnætti. Þetta er hans önn­ur plata en kapp­inn skaust upp á stjörnu­him­in­inn fyr­ir ári síðan.

Tón­list­armaður­inn Pat­rik Snær Atla­son, bet­ur þekkt­ur sem Pretty­boitjok­ko, gaf út plöt­una PBT 2.0 á miðnætti. Þetta er hans önn­ur plata en kapp­inn skaust upp á stjörnu­him­in­inn fyr­ir ári síðan.

Um er að ræða níu laga skífu þar sem meðal ann­ars tón­list­ar­kon­an Guðlaug Sól­ey Hösk­ulds­dótt­ir, oft­ast nefnd Gugus­ar, syng­ur með Pat­rik í lag­inu Horf­ir á mig.

Lagið Skína sem hann gerði ásamt tón­list­ar­mann­in­um Loga Tóm­as­syni, þekkt­ur und­ir lista­manns­nafn­inu Luigi, hef­ur notið mik­illa vin­sælda síðan það kom út síðasta sum­ar en lag­inu hef­ur verið streymt meira en tveim­ur millj­ón sinn­um á streym­isveit­unni Spotify.



mbl.is