Uppeldisráð Jóns Gnarr: „Það næst miklu meira fram með hlýju“

5 uppeldisráð | 24. maí 2024

Uppeldisráð Jóns Gnarr: „Það næst miklu meira fram með hlýju“

Jón Gnarr, frambjóðandi til forseta Íslands, á fimm börn með eiginkonu sinni Jógu Gnarr en fjölskyldan er nútímaleg samsett fjölskylda. Þegar þau kynntust átti Jóga eitt barn en Jón þrjú. Þegar þau voru búin að vera sam­an í fimm ár eignuðust þau sam­an eitt barn, son­inn Jón Gn­arr. Þá var Jóga 44 ára og Jón 38 ára. 

Uppeldisráð Jóns Gnarr: „Það næst miklu meira fram með hlýju“

5 uppeldisráð | 24. maí 2024

Hjónin Jón og Jóga Gnarr eiga samtals fimm börn.
Hjónin Jón og Jóga Gnarr eiga samtals fimm börn.

Jón Gn­arr, fram­bjóðandi til for­seta Íslands, á fimm börn með eig­in­konu sinni Jógu Gn­arr en fjöl­skyld­an er nú­tíma­leg sam­sett fjöl­skylda. Þegar þau kynnt­ust átti Jóga eitt barn en Jón þrjú. Þegar þau voru búin að vera sam­an í fimm ár eignuðust þau sam­an eitt barn, son­inn Jón Gn­arr. Þá var Jóga 44 ára og Jón 38 ára. 

Jón Gn­arr, fram­bjóðandi til for­seta Íslands, á fimm börn með eig­in­konu sinni Jógu Gn­arr en fjöl­skyld­an er nú­tíma­leg sam­sett fjöl­skylda. Þegar þau kynnt­ust átti Jóga eitt barn en Jón þrjú. Þegar þau voru búin að vera sam­an í fimm ár eignuðust þau sam­an eitt barn, son­inn Jón Gn­arr. Þá var Jóga 44 ára og Jón 38 ára. 

Jón sem er ekki bara faðir held­ur líka afi legg­ur mikla áherslu á sjálf­stæði í upp­eldi barna. Þrátt fyr­ir að mörk séu hon­um hug­leik­in seg­ir hann fátt mik­il­væg­ara en að börn upp­lifi að þeim sé fagnað á hverj­um degi. 

Hér deil­ir Jón Gn­arr nokkr­um góðum upp­eld­is­ráðum. 

1. Haldið áfram að klappa fyr­ir börn­un­um

„Al­mennt upp­eld­is­ráð fyr­ir fólk er að hætta ekki að klappa fyr­ir börn­um þegar þau byrja að labba og tala. Þagga aldrei niður í þeim og læra að þekkja þeirra eig­in­leika og karakt­er áfram og hjálpa þeim að þekkja sjálf­an sig og setja þeim mörk. Það skipt­ir mestu máli fyr­ir börn er að þau viti að for­eldr­ar sín­ir fagna þeim al­veg eins og þau eru. Að það sé sjálfsagt að fagna þeim á hverj­um degi og eins oft og hægt er. Og full­orðum líka.“

2. Börn þurfa að sofa

„Leyfið börn­um að sofa, ekki vekja þau að óþörfu. Þau þurfa að sofa.“ 

3. Börn þurfa að læra að vera sjálf­stæð

„Leyfið börn­um að vera sjálf­stæð. Ekki hjálpa þeim að óþörfu þó það sé fljót­legra. Börn þurfa að læra og þá sofna þau sátt­ari.“

4. Ást og þol­in­mæði

„Það gild­ir það sama með börn og hunda, að það næst miklu meira fram með hlýju og þol­in­mæði, en ákveðni og skip­un­um.“

5.  Setjið mörk

„Börn hafa gott að því að læra mörk með því að þeim séu sett mörk, því þannig læra þau að setja öðrum mörk.“

Jóga Gn­arr, Jón Gn­arr yngri, Jón Gn­arr og Kamilla María …
Jóga Gn­arr, Jón Gn­arr yngri, Jón Gn­arr og Kamilla María Gn­arr árið 2014. mbl.is/​Golli / Kjart­an Þor­björns­son
mbl.is