Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi og Gunnar Sigvaldason eiga saman þrjá drengi; Jakob (18), Illuga (16) og Ármann Áka (12 að verða 13).
Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi og Gunnar Sigvaldason eiga saman þrjá drengi; Jakob (18), Illuga (16) og Ármann Áka (12 að verða 13).
Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi og Gunnar Sigvaldason eiga saman þrjá drengi; Jakob (18), Illuga (16) og Ármann Áka (12 að verða 13).
„Við erum samrýmd fjölskylda sem búum þröngt. Við leggjum mest upp úr því eiga fallegt og reglusamt hversdagslíf saman,“ segir Katrín.
„Drengirnir okkar hafa alist upp við að ég sé töluvert fjarverandi en pabbi þeirra hefur sinnt þeim vel, séð um þvottinn og kvöldmatinn á virkum dögum og verið til staðar. Ég hef hins vegar alltaf lagt mikið upp úr því að strákarnir hafi forgang þó að mikið sé að gera og ég held að við höfum náð að tryggja þetta gullna jafnvægi milli heimilis og vinnu.“
„Ég hef haldið fast í þá hefð að við borðum saman kvöldmat þegar það er mögulegt. Þá er hægt að tengjast eftir langan og strangan dag og ræða málin.“
„Ég hef alltaf talað við börnin mín eins og þau séu fullorðið fólk. Það þykir kannski einhverjum skrýtið en það hefur gefist alveg hreint ljómandi vel.“
„Rútína er góð fyrir fullorðna og börn og þó að það geti komið heilmiklar tarnir þá er mikilvægt að halda í rútínuna eins og hægt er. Vakna tímanlega, fá sér hafragraut, horfa saman á eitthvað um helgar.“
„Þó að börnin verði unglingar þá er mikilvægt að halda í samveruna og gera skemmtilega hluti saman. Fara í bíó, gönguferð eða elda saman.“
„Ég sýni mínum börnum mikinn kærleika en ég set þeim líka skýr mörk.“