Lúxus sveitastemning í Færeyjum

Heimili | 25. maí 2024

Lúxus sveitastemning í Færeyjum

Í Æðuvík í Færeyjum er að finna afar sjarmerandi bændagistingu á sveitabænum Haunsarstovu sem er fullkomin fyrir þá sem vilja komast í kyrrð og ró í sveitasælunni.

Lúxus sveitastemning í Færeyjum

Heimili | 25. maí 2024

Gistingin er fullkomin fyrir þá sem vilja heimsækja Færeyjar og …
Gistingin er fullkomin fyrir þá sem vilja heimsækja Færeyjar og upplifa lúxus sveitastemningu beint í æð! Samsett mynd

Í Æðuvík í Fær­eyj­um er að finna afar sjarmer­andi bændag­ist­ingu á sveita­bæn­um Hauns­ar­stovu sem er full­kom­in fyr­ir þá sem vilja kom­ast í kyrrð og ró í sveita­sæl­unni.

Í Æðuvík í Fær­eyj­um er að finna afar sjarmer­andi bændag­ist­ingu á sveita­bæn­um Hauns­ar­stovu sem er full­kom­in fyr­ir þá sem vilja kom­ast í kyrrð og ró í sveita­sæl­unni.

Gist­ing­in ætti að falla vel í kramið hjá nátt­úru­unn­end­um, en húsið er um­vafið mik­illi nátt­úru­feg­urð og þaðan er afar fal­legt út­sýni til sjáv­ar. Það tek­ur aðeins um 20 mín­út­ur að keyra frá bæn­um inn í Þórs­höfn. 

Dýraunn­end­ur ættu einnig að kunna vel við sig í hús­inu þar sem mikið dýra­líf er þar í kring, en gest­ir mega bú­ast við því að sjá hesta, hæn­ur, kind­ur, gæs­ir og end­ur ganga fram­hjá hús­inu yfir dag­inn. 

Stór­ir glugg­ar og mik­il loft­hæð

Húsið sem um ræðir er viðbygg­ing við sveita­bæ­inn sjálf­an og er afar stíl­hreint og fal­legt, en það var hannað af Kraft arki­tekt­um. Ljós­ir tón­ar eru í for­grunni í hús­inu sem er bjart með stór­um glugg­um og mik­illi loft­hæð. 

Í hús­inu eru eitt svefn­her­bergi og eitt baðher­bergi og því svefn­pláss fyr­ir tvo gesti hverju sinni. Hægt er að bóka gist­ingu í hús­inu á bók­un­ar­vef Airbnb, en í júní kost­ar nótt­in 232 banda­ríkja­dali, eða sem nem­ur rúm­um 32 þúsund krón­um. 

Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
Ljós­mynd/​Airbnb.com
mbl.is