Öllu starfsfólki fiskvinnslunnar sagt upp

Ísfélag hf | 25. maí 2024

Öllu starfsfólki fiskvinnslunnar sagt upp

Allt lítur út fyrir að Ísfélagið hætti starfsemi í Þorlákshöfn og því öllu starfsfólki sagt upp. Þetta staðfestir Stefán Friðriksson, forstjóri Ísfélagsins, í samtali við mbl.is og segir að endanleg ákvörðun verði tekin í næstu viku. 

Öllu starfsfólki fiskvinnslunnar sagt upp

Ísfélag hf | 25. maí 2024

Þorlákshöfn.
Þorlákshöfn. mbl.is/Sigurður Bogi

Allt lítur út fyrir að Ísfélagið hætti starfsemi í Þorlákshöfn og því öllu starfsfólki sagt upp. Þetta staðfestir Stefán Friðriksson, forstjóri Ísfélagsins, í samtali við mbl.is og segir að endanleg ákvörðun verði tekin í næstu viku. 

Allt lítur út fyrir að Ísfélagið hætti starfsemi í Þorlákshöfn og því öllu starfsfólki sagt upp. Þetta staðfestir Stefán Friðriksson, forstjóri Ísfélagsins, í samtali við mbl.is og segir að endanleg ákvörðun verði tekin í næstu viku. 

Rúv greindi fyrst frá. 

„Það lítur út fyrir að við séum að loka fiskvinnslu okkar í Þorlákshöfn. Það verður klárað í næstu viku geri ég ráð fyrir – tekin ákvörðun þá,“ segir Stefán en alls störfuðu um 34 manns í vinnslunni. 

Hann segir að skýringin sé að eftir að humarveiðum hafi verið hætt árið 2021 hafi hryggjarstykkið úr vinnslunni horfið. 

Ísfélagið rekur frystihús og fiskimjöls­verk­smiðju í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn, frystihús í Þorlákshöfn og rækjuverksmiðju á Siglufirði.

Stefán segir að vinnslurnar í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn anni því hráefni sem Ísfélagið hefur yfir að ráða. 

Hann segir stöðuna vera sorglega, „þetta fólk er búið að vera hjá okkur í mörg ár og sýnt mikla tryggð við félagið“.

mbl.is