Fyrirtækjaeigendur vilja fund með ríkisstjórn

Raddir Grindvíkinga | 26. maí 2024

Fyrirtækjaeigendur vilja fund með ríkisstjórn

Hópur eigenda lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Grindavík hafa óskað eftir fundi með ríkisstjórninni vegna ákvörðunar hennar um að kaupa ekki upp atvinnuhúsnæði í bænum.

Fyrirtækjaeigendur vilja fund með ríkisstjórn

Raddir Grindvíkinga | 26. maí 2024

Einhver óánægja er meðal fyrirtækjaeigenda þar sem ekki verður keypt …
Einhver óánægja er meðal fyrirtækjaeigenda þar sem ekki verður keypt upp atvinnuhúsnæði í bænum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hóp­ur eig­enda lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja í Grinda­vík hafa óskað eft­ir fundi með rík­is­stjórn­inni vegna ákvörðunar henn­ar um að kaupa ekki upp at­vinnu­hús­næði í bæn­um.

Hóp­ur eig­enda lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja í Grinda­vík hafa óskað eft­ir fundi með rík­is­stjórn­inni vegna ákvörðunar henn­ar um að kaupa ekki upp at­vinnu­hús­næði í bæn­um.

Gylfi Þór Þor­steins­son, verk­efna­stjóri sam­hæf­ing­ar vegna Grinda­vík­ur, seg­ir í sam­tali við mbl.is að hon­um hafi borist tölvu­póst­ur frá hópn­um vegna fund­ar­beiðninn­ar. Hann seg­ir að hann muni koma er­ind­inu áleiðis til rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

„Per­sónu­lega ræð ég ekki hverja rík­is­stjórn­in hitt­ir hverju sinni en það sem ég mun sann­ar­lega gera er að koma þess­um skila­boðum áfram,“ seg­ir Gylfi í sam­tali við mbl.is.

Sitja föst með verðlaus­ar eign­ir

Dag­mar Vals­dótt­ir, at­vinnu­rek­andi í Grinda­vík, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær að það hefðu verið mik­il von­brigði þegar til­kynnt var að ríkið myndi ekki kaupa upp at­vinnu­hús­næði í Grinda­vík.

„Hvað haldið þið að það kosti ríkið að vera með okk­ur á styrkj­um eða bót­um í eitt, tvö eða þrjú ár? Gríðarlegu fé er varið í skýrsl­ur, nefnd­ir og varn­arg­arða á meðan við sitj­um hér föst með verðlaus­ar eign­ir,“ sagði Dag­mar í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Ekki öll fyr­ir­tæki með at­vinnu­hús­næði

Fann­ar Jón­as­son, bæj­ar­stjóri Grinda­vík­ur, nefndi það í sam­tali við mbl.is í síðustu viku að fyr­ir­tæk­in í Grinda­vík hefðu kallað eft­ir því að ríkið myndi kaupa upp at­vinnu­hús­næði.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, sagði í sam­tali við mbl.is að nokkr­ar ástæður lægju þar að baki.

„Í þeim til­vik­um sem að við vær­um að kaupa upp skuld­sett at­vinnu­hús­næði þá vær­um við fyrst og fremst að styðja við fjár­mála­fyr­ir­tæki, sem okk­ur finnst ekki endi­lega rétt að nota skatt­fé al­menn­ings til,“ sagði Sig­urður við mbl.is þegar aðgerðir rík­is­ins voru kynnt­ar í síðustu viku. 

Þá sagði Sig­urður að fyr­ir­tæk­in væru mis­mun­andi og að þau ættu ekki öll at­vinnu­hús­næði. Ekki væri hægt að mis­muna fyr­ir­tækj­um í stuðningi.

mbl.is