„Sjónarmið sem er vert að gefa allan gaum“

Rammaáætlun | 26. maí 2024

„Klárlega sjónarmið sem er vert að gefa allan gaum“

Vert er að gefa hugmynd um breytingu á rammaáætlun allan gaum þar sem horft er til þess að klára fyrst friðunarmál og ákveða hvar alls ekki verði virkjað. Væri þá ákveðinn hluti landsins rauðmerktur á korti og ekki kæmi til greina að virkja þar, en stjórnsýslan gæti svo unnið með leyfisveitingar á öðrum svæðum. Þetta segir formaður starfshóps um endurskoðun rammaáætlunar.

„Klárlega sjónarmið sem er vert að gefa allan gaum“

Rammaáætlun | 26. maí 2024

Harpa Pétursdóttir, forstöðukona nýrra virkjanakosta hjá Orkuveitunni, og Hilmar Gunnlaugsson, …
Harpa Pétursdóttir, forstöðukona nýrra virkjanakosta hjá Orkuveitunni, og Hilmar Gunnlaugsson, formaður starfshóps um endurskoðun rammaáætlunar. mbl.is/Þorsteinn

Vert er að gefa hug­mynd um breyt­ingu á ramm­a­áætl­un all­an gaum þar sem horft er til þess að klára fyrst friðun­ar­mál og ákveða hvar alls ekki verði virkjað. Væri þá ákveðinn hluti lands­ins rauðmerkt­ur á korti og ekki kæmi til greina að virkja þar, en stjórn­sýsl­an gæti svo unnið með leyf­is­veit­ing­ar á öðrum svæðum. Þetta seg­ir formaður starfs­hóps um end­ur­skoðun ramm­a­áætl­un­ar.

Vert er að gefa hug­mynd um breyt­ingu á ramm­a­áætl­un all­an gaum þar sem horft er til þess að klára fyrst friðun­ar­mál og ákveða hvar alls ekki verði virkjað. Væri þá ákveðinn hluti lands­ins rauðmerkt­ur á korti og ekki kæmi til greina að virkja þar, en stjórn­sýsl­an gæti svo unnið með leyf­is­veit­ing­ar á öðrum svæðum. Þetta seg­ir formaður starfs­hóps um end­ur­skoðun ramm­a­áætl­un­ar.

Fyrr­ver­andi um­hverf­is­ráðherra seg­ir að staldra þurfi við áður en ákv­arðanir séu tekn­ar um meiri­hátt­ar breyt­ing­ar og að umræðan um orku­mál hafi í raun breyst mjög hratt á und­an­förn­um árum úr því að vera um um­framorku yfir í orku­skort.

Mál­efni ramm­a­áætl­un­ar­inn­ar voru til ít­ar­legr­ar um­fjöll­un­ar á fagþingi orku­geir­ans sem stóð yfir á fimmtu­dag­inn og föstu­dag­inn í Hvera­gerði, meðal ann­ars á einni mál­stofu, þar sem rætt var um stöðu ramm­a­áætl­un­ar, framtíð, virkni og laga­lega óvissu.

Hörð gagn­rýni á nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag

Harpa Pét­urs­dótt­ir, for­stöðukona nýrra virkj­ana­kosta hjá Orku­veit­unni, flutti meðal ann­ars er­indi þar sem hún fór yfir þá van­kanta sem hún sá á nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi. Var meðal ann­ars bent á að aðeins einn virkj­ana­kost­ur hefði farið í gegn­um ramm­a­áætl­un síðan lög­in voru samþykkt árið 2011. Það var Þeistareykja­virkj­un, en auk þess eru mál­efni Búr­fells­lund­ar og Hvamms­virkj­un­ar langt kom­in.

Harpa benti á að ekki væri hægt að skjóta ákvörðun verk­efna­stjórn­ar ramm­a­áætl­un­ar til æðra stjórn­valds og þá hefði málsmeðferðar­hraði alls ekki staðist. Nefndi hún jafn­framt að ýms­ir gall­ar væru á kröf­um um upp­lýs­inga­gjöf þegar sótt væri um að virkja jarðhita. Þannig væri ekki hægt að segja til um áætlaða orku­vinnslu fyrr en rann­sókn­ar­hol­ur hefðu verið boraðar og slíkt kostaði um 500 millj­ón­ir. Sagði hún fyr­ir­sjá­an­leik­ann í nú­ver­andi kerfi eng­an, en að slíkt væri nauðsyn­legt svo fyr­ir­tæki væru til í að taka fjár­hags­lega áhættu af virkj­ana­fram­kvæmd­um sem þess­um.

Hún sagði nauðsyn­legt að hugsa þetta ferli með Ramm­a­áætl­un á ný og að í raun væri skyn­sam­legt að taka skref aft­ur og spyrja sig af hverju þetta ferli sé eins og það er í dag og hvort það sé bara vegna þess að þannig hafi það verið eða hvort rök­in séu enn sterk í dag. Setti hún í kjöl­farið fram hug­mynd­ina sem rak­in er hér að ofan, en tók fram að þetta væri hug­mynd í henn­ar nafni en ekki skoðun Orku­veit­unn­ar.

Rauðmerkt svæði þar sem ekki má virkja

Í sam­tali við mbl.is eft­ir mál­stof­una sagði Harpa að erfitt væri að sjá fyr­ir sér í dag hvernig hug­mynd sem þessi myndi að end­ingu koma út og hvort póli­tísk­ur stuðning­ur væri við hana.

„Ég hef verið að spá í hvort það gæti verið góð niðurstaða að rauðmerkja ákveðin svæði á land­inu eins og OK-leiðin boðar, þó hún hafi ekki verið samþykkt, að af­marka ákveðin svæði sem eru bannsvæði og á að vernda, en láta svo stjórn­sýsl­una taka við eins og hún er hvort eð er upp­sett og öll þau leyfi sem henni fylgja al­veg fram að virkj­un,“ seg­ir Harpa.

Með þess­ari leið seg­ir Harpa að ramm­a­áætl­un væri al­veg tek­in úr sam­bandi en þess í stað yrði stuðst við kort þar sem til­tekið væri hvar ekki ætti að virkja sem gert væri af þar til bær­um sér­fræðing­um.

Með OK-leiðinni á hún við sér­staka málsmeðferð í þágu orku­skipta- og kol­efn­is­hlut­leys­is sem lögð var fram í skýrslu fyrri starfs­hóps orku­málaráðherra um vindorku, en skýrsl­an var kynnt í des­em­ber í fyrra. Meðal þeirra skil­yrða sem virkj­ana­kost­ir sam­kvæmt þeirri lið þurfa að upp­fylla er að þeir verði liður í að Ísland nái mark­miðum sín­um um orku­skipti og kol­efn­is­hlut­leysi. Þá þarf virkj­ana­kost­ur­inn að vera inn­an landsvæðis sem al­mennt telst raskað af mann­leg­um at­höfn­um og að hann rýri ekki mik­il­væga vernd­ar­hags­muni svæða sem njóta sér­stöðu á landsvísu vegna nátt­úru- eða menn­ing­ar­minja og þar með með hátt vernd­ar­gildi.

Ramm­a­áætl­un átti að vera til 12 ára og friðun­ar­ferli sam­hliða

Hilm­ar Gunn­laugs­son er formaður starfs­hóps um end­ur­skoðun ramm­a­áætl­un­ar og var einnig formaður fyrri starfs­hóps um vindorku. Hann tek­ur fram að starfs­hóp­ur­inn sé frek­ar ný­lega stofnaður og að eng­ar til­lög­ur hafi enn verið ákveðnar.

„En það er tvennt sem teng­ist þess­ari hugs­un og má segja að styðji við hana. Í fyrsta lagi er þetta svo­lítið eins og Norðmenn gerðu. Þeir voru með sér­staka verndaráætl­un og fóru í gegn­um hana og svo fóru þeir í gegn­um sína ramm­a­áætl­un, sem var þá nokkuð öðru­vísi en okk­ar ramm­a­áætl­un þróaðist, þó hún hafi verið tek­in inn af fyr­ir­mynd frá Nor­egi,“ seg­ir Hilm­ar um þessa hug­mynd.

Nefn­ir hann jafn­framt að þegar lög um ramm­a­áætl­un hafi upp­haf­lega verið sett hafi áætl­un­in átt að gilda í 12 ár, eða svipað og sam­göngu­áætlun. „Rök­in fyr­ir þeim tíma voru meðal ann­ars að þá gæf­ist tóm til að fara með það sem átti að vernda í gegn­um friðun á grund­velli nátt­úru­vernd­ar­laga. Þetta átti að vera sam­spil. En það má segja að báðir aðilar kvarti í dag. Bæði þeir sem eru að horfa á nýt­ing­una en líka þeir sem eru að horfa á friðun.“

„En ég held að þetta sé klár­lega sjón­ar­mið sem er vert að gefa all­an gaum,“ seg­ir Hilm­ar um hug­mynd­irn­ar um að ganga fyrst frá friðun­ar­áætl­un og vinna með virkj­ana­kosti í fram­hald­inu á þeim svæðum sem ekki verði rauðmerkt.

Verða alltaf skipt­ar skoðanir

Spurður hvort hann sjái beina ókosti við þessa hug­mynd seg­ir Hilm­ar að auðvitað verði alltaf skipt­ar skoðanir um þær leiðir sem á að fara. Nefn­ir hann að þótt sett verði upp rauð svæði sem ekki eigi að virkja á verði lík­lega alltaf skipt­ar skoðanir um hversu langt sé gengið eða að of langt sé farið í vernd­un.

Harpa bæt­ir við að í henn­ar huga gæti þetta orðið leið sem væri ekki of þung í vöf­um og myndi ein­falda ferlið og koma í veg fyr­ir tví­verknað eins og marg­ir kvarti yfir í dag.

Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, situr nú í nefnd um endurskoðun …
Björt Ólafs­dótt­ir, fyrr­ver­andi um­hverf­is­ráðherra, sit­ur nú í nefnd um end­ur­skoðun ramm­a­áætl­un­ar. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

„Man ungt fólk í dag eft­ir þessu?“

Á málþing­inu flutti Björt Ólafs­dótt­ir, fyrr­ver­andi þingmaður og um­hverf­is­ráðherra, einnig er­indi. Sit­ur Björt nú í starfs­hópn­um ásamt Hilm­ari og Kol­beini Ótt­ars­syni Proppé, einnig fyrr­ver­andi þing­manni.

Á und­an henni hafði Harpa og tvö önn­ur flutt er­indi þar sem gagn­rýni gegn nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi ramm­a­áætl­un­ar var í for­grunni. Björt sagði að þrátt fyr­ir þessa gagn­rýni þyrfti fólk í orku­geir­an­um einnig að átta sig á því af hverju farið hafi verið þá leið að velja ramm­a­áætl­un og í hvaða um­hverfi sú hugs­un hafi sprottið.

Fór hún aft­ur til fyrsta ára­tug­ar þess­ar­ar ald­ar og minnti á upp­bygg­ingu Kára­hnúka­virkj­un­ar og þau miklu mót­mæli sem urðu þá. Sagði Björt að þess­ar fram­kvæmd­ir hefðu í raun klofið sam­fé­lagið í tvennt.

Rifjaði hún upp að stjórn­mála­fólk þessa tíma, ekki síst um­hverf­is­ráðherr­ar, hefðu orðið fyr­ir barðinu á harðri umræðu. Þá hafi þetta einnig verið svo stórt mál að nokk­ur fjöldi stjórn­mála­fólks hafi stigið inn í stjórn­mál vegna nátt­úru­vernd­ar og nefndi hún meðal ann­ars Katrínu Jak­obs­dótt­ur, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, í því sam­bandi.

„Man ungt fólk í dag eft­ir þessu?“ spurði hún sal­inn og sagði að þrátt fyr­ir að vera sjálf rúm­lega fer­tug í dag hafi hún aðeins náð í skottið á þess­ari umræðu allri. „Það varð allt brjálað í sam­fé­lag­inu.“ Sagði hún mik­il­vægt fyr­ir ungt starfs­fólk orku­fyr­ir­tækj­anna til að vera meðvituð um þessa sögu þegar nú sé rætt um orku­skort og mikla þörf á virkj­un­um.

Kárahnjúkavirkjun.
Kára­hnjúka­virkj­un. mbl.is/ÞÖ​K

Mikl­ar breyt­ing­ar á stutt­um tíma

Fór Björt því næst yfir það hversu mikl­ar breyt­ing­ar hefðu verið í orku­mál­um og orðræðu um þau síðasta einn og hálf­an ára­tug. Rifjaði hún upp að eft­ir Kára­hnúkafram­kvæmd­ina hafi lög um ramm­a­áætl­un tekið gildi árið 2011. Á þeim tíma hafi enn verið hnakkrif­ist um nátt­úru­vernd og nauðsyn þess að virkja. Árið 2012 hafi svo farið að bera á umræðu um að sæ­streng til Íslands því selja ætti um­framorku sem hér væri fram­leidd og ekki notuð til út­landa. Björt sagði þá umræðu hafa staðið yfir af fullri al­vöru til árs­ins 2018.

Árið 2018 hafi hins veg­ar verið hætt að tala um um­framorku, en í staðinn farið að ræða um orku­skort og sú umræða hafi nú staðið yfir í rúm­lega fimm ár.

Sagði Björt mik­il­vægt að staldra við þegar þessi mál væru rædd og setja í sam­hengi við þær breyt­ing­ar sem hafi verið á síðustu árum og að ekki væri hægt að hugsa þetta ein­fald­lega út frá orku­skorti og ekki orku­skorti. Huga þyrfti að því hvernig mann­líf og áhersl­ur verði á Íslandi á kom­andi árum og ára­tug­um, meta þyrfti loft­lags­vá, kol­efn­is­hlut­leysi, hag­vöxt, nátt­úru­sjón­ar­mið, byggðarsjón­ar­mið og hvort bú­ast mætti við fólks­fjölg­un eða -fækk­un.

mbl.is