Ayesha og Stephen Curry eignuðust dreng

Börn og uppeldi | 27. maí 2024

Ayesha og Stephen Curry eignuðust dreng

NBA leikmaðurinn Stephen Curry og sjónvarpskonan Ayesha Curry tilkynntu fæðingu og nafn drengsins, Caius Chai, í gær en hann kom í heiminn með hraði. Degi fyrir settan dag.

Ayesha og Stephen Curry eignuðust dreng

Börn og uppeldi | 27. maí 2024

Ayesha og Stephen Curry.
Ayesha og Stephen Curry. Ljósmynd/skjáskot Instagram @eyeshacurry

NBA leikmaður­inn Stephen Curry og sjón­varps­kon­an Ayesha Curry til­kynntu fæðingu og nafn drengs­ins, Caius Chai, í gær en hann kom í heim­inn með hraði. Degi fyr­ir sett­an dag.

NBA leikmaður­inn Stephen Curry og sjón­varps­kon­an Ayesha Curry til­kynntu fæðingu og nafn drengs­ins, Caius Chai, í gær en hann kom í heim­inn með hraði. Degi fyr­ir sett­an dag.

Litli Chai fædd­ist 11. maí en hann er fjórða barn þeirra hjóna. Hann bæt­ist í hóp systkina sinna Riley El­iza­beth (11 ára), Ryan Car­son (8 ára) og Canon W. Jack (5 ára).

„Fal­legi dreng­ur­inn okk­ar ákvað að mæta snemma!! Hon­um líður vel og við erum loks­ins að koma okk­ur fyr­ir heima sem sex manna fjöl­skylda! Erum svo þakk­lát!,“ segja þau í til­kynn­ing­unni.

Curry sagði í til­kynn­ingu í mars að fjöl­skyld­an væri full­kom­in þar til hjón­in voru bæði sam­mála um að ein­hvern vantaði. Hún bætti við að það hafi verið gam­an að sjá börn­in bregðast við fjórðu ólétt­unni.

„Að fá að upp­lifa þetta í aug­um Cannon, Ryan og Riley hef­ur verið stór­kost­legt. Þeirra sjón­ar­horn er allt öðru­vísi sem ger­ir þetta einna mest spenn­andi,“ sagði hún.

Stephen nefndi það ný­lega að hjón­in reyndu að plana fæðingu drengs­ins þannig að hún passaði vel í und­ir­bún­ings­ferli NBA stjörn­unn­ar fyr­ir Ólymp­íu­leik­ana í Par­ís sem fara fram 26 júlí næst­kom­andi.  

View this post on In­sta­gram

A post shared by War­dell Curry (@stephencurry30)

Ayesha og Stephen Curry ásamt börnum sínum Riley Elizabeth, Ryan …
Ayesha og Stephen Curry ásamt börn­um sín­um Riley El­iza­beth, Ryan Car­son og Canon W. Jack. Ljós­mynd/​skjá­skot In­sta­gram @eyes­hacurry
mbl.is