Laufey hélt stærstu tónleikana hingað til í Indónesíu

Poppkúltúr | 27. maí 2024

Laufey hélt stærstu tónleikana hingað til í Indónesíu

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur verið á tónleikaferðalagi um heiminn frá því í febrúar þegar hún hlaut Grammy-verðlaun fyrir plötu sína Bewitched. Nú er hún komin til Indónesíu.

Laufey hélt stærstu tónleikana hingað til í Indónesíu

Poppkúltúr | 27. maí 2024

Laufey Lín Jónsdóttir er á sannkallaðri sigurför um heiminn.
Laufey Lín Jónsdóttir er á sannkallaðri sigurför um heiminn. AFP

Tón­list­ar­kon­an Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir hef­ur verið á tón­leika­ferðalagi um heim­inn frá því í fe­brú­ar þegar hún hlaut Grammy-verðlaun fyr­ir plötu sína Bewitched. Nú er hún kom­in til Indó­nes­íu.

Tón­list­ar­kon­an Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir hef­ur verið á tón­leika­ferðalagi um heim­inn frá því í fe­brú­ar þegar hún hlaut Grammy-verðlaun fyr­ir plötu sína Bewitched. Nú er hún kom­in til Indó­nes­íu.

Í gær­kvöldi steig Lauf­ey á svið í Jakarta í Indó­nes­íu og söng fyr­ir fram­an 7.500 áhorf­end­ur, en hún seg­ir þetta vera henn­ar stærstu tón­leik­ar hingað til. 

„Takk Jakarta! Þetta voru stærstu tón­leik­arn­ir mín­ir hingað til, öll 7.500 ykk­ar sungu hvern ein­asta texta af full­um krafti með mér. Takk fyr­ir að bjóða mig vel­komna í fal­legu menn­ing­una ykk­ar, sjá­umst næst! Terima Kasih,“ skrifaði Lauf­ey í færslu sem hún birti á In­sta­gram-síðu sinni eft­ir tón­leik­ana. 

Næstu tón­leik­ar Lauf­eyj­ar verða á morg­un, þriðju­dag, í Maníla á Fil­ipps­eyj­um og verða aðrir tón­leik­ar á sama stað kvöldið eft­ir. Þaðan fer hún svo til Seúl í Suður-Kór­eu þar sem hún mun stíga á svið á Jazzhátíð þann 1. júní. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by lauf­ey (@lauf­ey)

mbl.is