Mari og Guðni hlupu saman í Vík

Utanvegahlaup | 27. maí 2024

Mari og Guðni hlupu saman í Vík

Fjölmargir hlauparar lögðu leið sína í Vík í Mýrdal um liðna helgi til að taka þátt í Mýrdalshlaupinu. Þar á meðal voru hlaupadrottningin Mari Järsk og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. 

Mari og Guðni hlupu saman í Vík

Utanvegahlaup | 27. maí 2024

Skjáskot/Instagram

Fjöl­marg­ir hlaup­ar­ar lögðu leið sína í Vík í Mýr­dal um liðna helgi til að taka þátt í Mýr­dals­hlaup­inu. Þar á meðal voru hlaupa­drottn­ing­in Mari Järsk og Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands. 

Fjöl­marg­ir hlaup­ar­ar lögðu leið sína í Vík í Mýr­dal um liðna helgi til að taka þátt í Mýr­dals­hlaup­inu. Þar á meðal voru hlaupa­drottn­ing­in Mari Järsk og Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands. 

Mari er ný­kom­in heim úr verðskulduðu fríi til Teneri­fe eft­ir að hafa sigrað bak­g­arðshlaup Nátt­úru­hlaupa og slegið Íslands­met í leiðinni þegar hún hljóp 381 kíló­metra á 57 klukku­stund­um. 

Eft­ir hlaupið birti Mari mynd af sér og Guðna þar sem hún sagði frá því að hún væri á leiðinni til Teneri­fe í frí og hefði boðið for­set­an­um með. 

„Von­andi verður nýi for­set­inn jafn frá­bær og þessi“

Þrátt fyr­ir að for­set­inn hafi verið of upp­tek­inn til að fara til Teneri­fe, að sögn Mari, þá ákvað hann þó að skella sér á Vík þar sem hann hljóp ásamt Mari og fleiri hlaup­ur­um. 

„Gam­an að (hlaupa) með Guðna. Ps. Von­andi verður nýi for­set­inn jafn frá­bær og þessi,“ skrifaði Mari við mynd af þeim eft­ir hlaupið þar sem þau eru al­sæl með medal­íu um háls­inn. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by M A R I J Ä R S K (@mari_jaersk)

mbl.is