Sofia Richie eignaðist stúlku

Fæðingar og fleira | 28. maí 2024

Sofia Richie eignaðist stúlku

Fyrirsætan Sofia Richie og eiginmaður hennar, Elliot Grainge, eignuðust sitt fyrsta barn saman þann 20. maí síðastliðinn. Stúlkan hefur þegar fengið nafnið Eloise Samantha Grainge.

Sofia Richie eignaðist stúlku

Fæðingar og fleira | 28. maí 2024

Sofia Richie og Elliot Grainge eru orðin foreldrar.
Sofia Richie og Elliot Grainge eru orðin foreldrar. Skjáskot/Instagram

Fyr­ir­sæt­an Sofia Richie og eig­inmaður henn­ar, Elliot Grainge, eignuðust sitt fyrsta barn sam­an þann 20. maí síðastliðinn. Stúlk­an hef­ur þegar fengið nafnið Eloise Sam­an­tha Grainge.

Fyr­ir­sæt­an Sofia Richie og eig­inmaður henn­ar, Elliot Grainge, eignuðust sitt fyrsta barn sam­an þann 20. maí síðastliðinn. Stúlk­an hef­ur þegar fengið nafnið Eloise Sam­an­tha Grainge.

Richie deildi gleðifregn­un­um með fylgj­end­um sín­um á In­sta­gram þegar hún birti mynd af tám dótt­ur sinn­ar og skrifaði: „Eloise Sam­an­tha Grainge. 05.20.24 besti dag­ur lífs míns.“

Héldu glæsi­brúðkaup á frönsku ri­verí­unni

Richie og Grainge byrjuðu sam­an í apríl 2021 og ári síðar fór Grainge á skelj­arn­ar. Þau gengu svo í það heil­aga við glæsi­lega at­höfn á frönsku ri­verí­unni í apríl 2023.

Í janú­ar 2024 til­kynntu hjón­in að þau ættu von á sínu fyrsta barni sam­an, en þau op­in­beruðu gleðifregn­irn­ar í viðtali hjá Vogue þegar Richie var geng­in rúma sex mánuði á leið. 

mbl.is