Jennifer Lopez og Ben Affleck saman í útskriftarveislu dótturinnar

Poppkúltúr | 31. maí 2024

Jennifer Lopez og Ben Affleck saman í útskriftarveislu dótturinnar

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez og eiginmaður hennar, leikarinn Ben Affleck, mættu saman í útskriftarveislu elstu dóttur sinnar, Violet.

Jennifer Lopez og Ben Affleck saman í útskriftarveislu dótturinnar

Poppkúltúr | 31. maí 2024

Jennifer Lopez og Ben Affleck.
Jennifer Lopez og Ben Affleck. AFP/Michael Tran

Söng- og leik­kon­an Jenni­fer Lopez og eig­inmaður henn­ar, leik­ar­inn Ben Aff­leck, mættu sam­an í út­skrift­ar­veislu elstu dótt­ur sinn­ar, Vi­olet.

Söng- og leik­kon­an Jenni­fer Lopez og eig­inmaður henn­ar, leik­ar­inn Ben Aff­leck, mættu sam­an í út­skrift­ar­veislu elstu dótt­ur sinn­ar, Vi­olet.

Aff­leck mætti ein­sam­all á út­skrift­ar­at­höfn­ina og Lopez var hvergi sjá­an­leg en hún hef­ur verið önn­um kaf­in við að kynna nýj­ustu kvik­mynd sína, Atlas, und­an­farn­ar vik­ur. 

Ljós­mynd­ari náði mynd­um af þeim hjón­um sam­einuðum hald­andi á stórri út­skrift­ar­gjöf á göt­um Los Ang­eles til að fagna með dótt­ur sinni. Lopez fór hins veg­ar fljót­lega úr veisl­unni en hún var þar í aðeins tæp­lega klukku­stund. 

Sam­band Aff­leck og Lopez hef­ur verið storma­samt í gegn­um tíðina en þau áttu fyrst í ást­ar­sam­bandi á ár­un­um 2002 til 2004. Þau tóku sam­an aft­ur árið 2021, eft­ir 17 ára aðskilnað, og gengu í hjóna­band tæpu ári síðar í Las Vegas. Nú er spurn­ing­in hvort þau kom­ast aft­ur upp úr þess­ari lægð í ástar­lífi þeirra.

Page six

Dailymail

mbl.is