Minnisvarða um #MeToo hafnað

MeT­oo - #Ég líka | 1. júní 2024

Minnisvarða um #MeToo hafnað

Tillaga borgarfulltrúa Vinstri-grænna um minnisvarða fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis hlaut litlar undirtektir í umsögnum þeirra samtaka sem leitað var til.

Minnisvarða um #MeToo hafnað

MeT­oo - #Ég líka | 1. júní 2024

Mynd úr safni af fundi borgarstjórnar.
Mynd úr safni af fundi borgarstjórnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Til­laga borg­ar­full­trúa Vinstri-grænna um minn­is­varða fyr­ir þolend­ur kyn­ferðis­legs of­beld­is hlaut litl­ar und­ir­tekt­ir í um­sögn­um þeirra sam­taka sem leitað var til.

Til­laga borg­ar­full­trúa Vinstri-grænna um minn­is­varða fyr­ir þolend­ur kyn­ferðis­legs of­beld­is hlaut litl­ar und­ir­tekt­ir í um­sögn­um þeirra sam­taka sem leitað var til.

Á fundi borg­ar­stjórn­ar hinn 23. janú­ar 2024 var samþykkt að vísa svohljóðandi til­lögu borg­ar­full­trúa Vinstri-grænna til meðferðar mann­rétt­inda- og of­beld­is­varn­ar­ráðs:

„Lagt til að borg­ar­stjórn samþykki að hald­in verði sam­keppni um minn­is­varða um #MeT­oo, fyr­ir þolend­ur kyn­ferðis­legs of­beld­is, áreitni og nauðgana, sem komið verði fyr­ir í landi Reykja­vík­ur.“

Ósýni­leg­ur reynslu­heim­ur

Borg­ar­full­trúi Vinstri-grænna, Líf Magneu­dótt­ir, lagði fram bók­un þar sem sagði m.a:

„Með því að ávarpa kyn­ferðis­legt of­beldi í op­in­ber­um rým­um erum við að krefjast þess af þeim sem eiga leið hjá og virða fyr­ir sér verk eða minn­is­varða að velta fyr­ir sér því kerf­is­lega kyn­ferðisof­beldi sem á sér stað í sam­fé­lag­inu okk­ar. Þannig get­ur haf­ist gagn­rýnið sam­tal um þá normalíser­ingu sem fyr­ir­finnst á kyn­ferðis­legu of­beldi, nauðgun­um og áreitni í sam­tím­an­um. Í gegn­um sög­una hef­ur þetta sí­fellt verið þaggað niður og enn finn­um við fyr­ir þögg­un­inni í dag. Allt í kring­um okk­ur, bæði hér heima og er­lend­is, eru stytt­ur af merki­leg­um körl­um. Hundruð þúsunda minn­is­varða víða um heim eru til­einkuð körl­um sem hafa lagt eitt­hvað til mann­kyns­sög­unn­ar. Sjald­an er konu eða kon­um og veru­leika þeirra lyft upp í al­manna­rým­inu. Reynslu­heim­ur kvenna hef­ur lengi verið ósýni­leg­ur og enn eru öfl allt í kring­um okk­ur sem vilja halda því þannig.“

Leitað var eft­ir um­sögn­um hjá Stíga­mót­um, Hags­muna­sam­tök­um brotaþola, W.O.M.E.N., sam­tök­um kvenna af er­lend­um upp­runa, og Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands. Um­sagn­irn­ar voru kynnt­ar á fundi mann­rétt­inda- og of­beld­is­varn­ar­ráðs 23. maí sl.

Er skemmst frá því að segja að aðeins Kven­rétt­inda­fé­lagið studdi til­lög­una. Öll önn­ur sam­tök lögðust gegn henni. Und­ir um­sögn Kven­rétt­inda­fé­lags­ins skrif­ar Auður Önnu Magnús­dótt­ir.

Í um­sögn hags­muna­sam­taka brotaþola seg­ir meðal ann­ars:

„Minn­is­varðar eru reist­ir til þess að minn­ast ein­hvers sem var en raun­in er sú að bar­átt­an gegn kyn­ferðisof­beldi er í gangi og enn er langt í land að við náum á þann stað sem þykir ásætt­an­leg­ur. Nær dag­lega erum við minnt á stöðu kyn­bund­ins of­beld­is á Íslandi. Þolend­ur stíga fram með frá­sagn­ir af of­beld­inu sem þau urðu fyr­ir og á sam­fé­lags­miðlum, frétt­um og í dóm­um sjá­um við hvernig kerfið bregst þeim ít­rekað.“ Und­ir um­sögn­ina skrif­ar Guðný S. Bjarna­dótt­ir f.h. sam­tak­anna.

„Pen­ing­um Reykja­vík­ur­borg­ar væri bet­ur varið í for­varn­ar­starf og fræðslu. Við telj­um að bar­átta gegn of­beldi og of­beld­is­menn­ingu sé enn þá í full­um gangi og það sár­lega vanti fjár­magn í for­varn­araðgerðir, fræðslu og mennt­un. En ekki bara um of­beldi held­ur einnig um menn­ing­ar­nám, fjöl­breyti­leika, jafn­gildi og inn­gild­ingu,“ seg­ir m.a. í um­sögn W.O.M.E.N.

Sam­fé­lagið þurfi að viður­kenna að kon­ur af er­lend­um upp­runa séu viðkvæm­ur hóp­ur. Und­ir um­sögn­ina skrif­ar Nicole Leigh Mosty.

Of­beldi ekki á und­an­haldi

Í sama streng taka Stíga­mót og segja að kom­inn sé tími til að ein­blína á gerend­ur í of­beld­is­mál­um en ekki þolend­ur því án gerenda væri ekk­ert of­beldi til. Síðustu ár og ára­tugi hafi kast­ljósið stöðugt verið á brotaþolum.

„Það er ekki tíma­bært að lýsa yfir enda­lok­um #MeT­oo eða reisa minn­is­varða um eitt­hvað sem var þegar staðan er ekki mikið skárri nú en fyr­ir bylgj­urn­ar. Umræðan hef­ur vissu­lega breyst en of­beldið virðist ekki á und­an­haldi og meira að segja eru vís­bend­ing­ar um bak­slag í bar­átt­unni,“ segja Stíga­mót.

„Ef hug­mynd­in er ein­ung­is tákn­mynd þá er betra að verja fjár­mun­um í for­varn­ir.“ Und­ir um­sögn­ina rit­ar Drífa Snæ­dal.

Af­greiðslu til­lög­unn­ar var frestað á fund­in­um í mann­rétt­inda- og of­beld­is­varn­ar­ráði.

mbl.is