Uppeldisráð Sylvíu Briem: Koddaspjallið er mikilvægt

Uppeldisráð | 2. júní 2024

Uppeldisráð Sylvíu Briem: Koddaspjallið er mikilvægt

„Þetta er mikið til umræðu heima hjá mér, þar sem við eigum það oft til að vera feimin við að taka af skarið eða prófa eitthvað nýtt. Það hefur verið mikið rætt að það vaknar enginn frábær í einhverju. Það krefst aga og æfingar til að ná árangri hvort sem það er fótbolti eða gítar. Við erum öll byrjendur á einhverjum tímapunkti, eigum að þora að vera þar þegar við erum ekki með þetta í puttunum, erum hrikaleg asnaleg og finnum að þetta er okkur ekki eðlislægt. Það er oft erfitt að byrja nefnilega, við eigum það til að gefast upp á byrjunarreitnum, það er synd.

Uppeldisráð Sylvíu Briem: Koddaspjallið er mikilvægt

Uppeldisráð | 2. júní 2024

Sylvía Briem Friðjónsdóttir.
Sylvía Briem Friðjónsdóttir. Ljósmynd/Elísabet Blöndal

„Þetta er mikið til umræðu heima hjá mér, þar sem við eig­um það oft til að vera feim­in við að taka af skarið eða prófa eitt­hvað nýtt. Það hef­ur verið mikið rætt að það vakn­ar eng­inn frá­bær í ein­hverju. Það krefst aga og æf­ing­ar til að ná ár­angri hvort sem það er fót­bolti eða gít­ar. Við erum öll byrj­end­ur á ein­hverj­um tíma­punkti, eig­um að þora að vera þar þegar við erum ekki með þetta í putt­un­um, erum hrika­leg asna­leg og finn­um að þetta er okk­ur ekki eðlis­lægt. Það er oft erfitt að byrja nefni­lega, við eig­um það til að gef­ast upp á byrj­un­ar­reitn­um, það er synd.

At­hafna­kon­an Sylvía Briem Friðjóns­dótt­ir og Emil Þór Jó­hanns­son eiga sam­an þrjá drengi, þá Sæ­mund Karl Briem 9 ára, Hólm­bert Briem 5 ára og Henn­ing Örn Briem sem kom í heim­inn fyr­ir rúm­lega fjór­um mánuðum.
 
Sylvía hef­ur áður talað um í hlaðvarpsþætt­in­um Normið, sem hún held­ur úti ásamt Evu Matta­dótt­ur, að hún komi úr stórri og ná­inni fjöl­skyldu en hér deil­ir hún fimm af sín­um bestu upp­eld­is­ráðum.
Parið Emil Jóhannsson og Sylvía Briem Friðjónsdóttir ásamt derngjunum þeirra …
Parið Emil Jó­hanns­son og Sylvía Briem Friðjóns­dótt­ir ásamt dern­gj­un­um þeirra Sæ­mundi Karli Briem og Hólm­berti Briem. Ljós­mynd/​Aðsend

„Mik­il­vægt að þora að vera byrj­andi og gera mis­tök“

„Þetta er mikið til umræðu heima hjá mér, þar sem við eig­um það oft til að vera feim­in við að taka af skarið eða prófa eitt­hvað nýtt. Það hef­ur verið mikið rætt að það vakn­ar eng­inn frá­bær í ein­hverju. Það krefst aga og æf­ing­ar til að ná ár­angri hvort sem það er fót­bolti eða gít­ar. Við erum öll byrj­end­ur á ein­hverj­um tíma­punkti, eig­um að þora að vera þar þegar við erum ekki með þetta í putt­un­um, erum hrika­leg asna­leg og finn­um að þetta er okk­ur ekki eðlis­lægt. Það er oft erfitt að byrja nefni­lega, við eig­um það til að gef­ast upp á byrj­un­ar­reitn­um, það er synd.

Við get­um átt fyr­ir­mynd­ir sem að eru að standa sig og þá er gott að vera meðvitaður um að sá ein­stak­ling­ur iðkaði eitt­hvað sama í hvaða skapi þeir eða þær voru. Maður nær ekki ár­angri í neinu nema þora, mæta, æfa og hafa gam­an. Við mæt­um á æf­ing­una þó svo við séum ekki í skapi til þess, því innri hvöt­in okk­ar er ekki alltaf til staðar. Það er líka mik­il­vægt að vita að það er bar­átt­an sem að skipt­ir máli en ekki að vinna leik­inn. Ef við gef­um okk­ar allra besta í eitt­hvað þá er það sig­ur­inn.

Strák­arn­ir mín­ir æfa báðir fót­bolta og hand­bolta, okk­ur finnst mik­il­vægt að vera góður liðsmaður. Við töl­um um okk­ur sem liðsmenn heima líka. Góður liðsmaður eru þeir sem að mæta og hvetja þegar illa geng­ur og eru oft­ast mik­il­væg­ast­ir þá. Halda haus þegar and­inn í liðinu er að detta niður.“

Sylvía Briem Friðjónsdóttir og ungi drengurinn hennar Henning Örn Briem …
Sylvía Briem Friðjóns­dótt­ir og ungi dreng­ur­inn henn­ar Henn­ing Örn Briem Em­ils­son. Ljós­mynd/​Aðsend

„Fagnaðu því að vera skrít­in/n/ið“

„Ég heill­ast alltaf af skrítn­asta fólk­inu en þau eru oft á skorn­um skammti því við vilj­um falla inn í sam­fé­lags­leg­an ramm­ann. Mér finnst mik­il­vægt að hamra á því að þora að vera maður sjálf­ur, eins skrít­inn og maður er. Ef að fólk ger­ir grín að okk­ur þá það þeirra því: „Eng­um sem líður vel í eig­in skinni hef­ur þörf á því að láta öðrum líða illa“. Þetta er erfitt verk­efni að reyna að fá börn­in sín til að þora að vera al­gjör­lega þau sjálf. En drop­inn hol­ar stein­inn og þetta verk­efni er nauðsyn­legt svo við þurf­um ekki að lenda í lífstíl­skreppu seinna á leiðinni og þurfa að fara í langt ferðalag aft­ur til að kynn­ast okk­ur sjálf­um seinna meir í framtíðinni. Það er ekk­ert betra en að sitja vel í sjálf­um sér og vera sátt/ur í eig­in skinni.“ 

„Kodda­spjallið er oft mik­il­væg­asti part­ur­inn af deg­in­um“

„Horf­ast í augu og tala sam­an um allt og ekk­ert. Stund­um er verið að létta á sér og stund­um erum við bara að ræða eitt­hvað skemmti­legt sem að gerðist yfir dag­inn. Ég trúi því að þessi spjöll mín við strák­ana mína styrki til­finn­inga­greind þeirra. Ég vill líka að þeir fái að ranta eða tala af og til. Ég vill ekki að þeim líði illa yfir ein­hverju þegar þeir eru ein­ir. Manni á aldrei að líða illa ein­um hvort sem þú ert lít­ill eða stór. Það eru nefni­lega svo marg­ir sem að berj­ast í laumi við til­finn­ing­ar sín­ar. Ég vil að strák­arn­ir geti alltaf leitað til mín ef það er eitt­hvað og fái góða ró í lík­amann eft­ir spjall við mig. Ég vill líka að þeir geti sagt mér allt án þess að ég dæmi þá og við hjálp­umst að við að greiða í gegn­um erfiðar til­finn­ing­ar. Svo er líka mik­il­vægt að fara bara í gott hlát­urskast sam­an og syngja skemmti­leg lög.“ 
Sylvía Briem Friðjónsdóttir og bræðurnir Sæmundur Karl Briem og Hólmbert …
Sylvía Briem Friðjóns­dótt­ir og bræðurn­ir Sæmund­ur Karl Briem og Hólm­bert Briem Em­il­syn­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

„Tök­um hrós­hring við mat­ar­borðið“

„Við höf­um alltaf fjöl­skyldu daga núna und­an­farið hafa það verið pítsa föstu­dag­arn­ir. En við höf­um verið að vinna með að hrósa hvort öðru fyr­ir eitt­hvað sem við sáum vel gert yfir dag­inn eða síðustu daga. Nú á ég 9 og 5 ára strák og einn 4 og hálfs mánaðar. Við hjálp­um þess­um yngri að koma orðunum áleiðis. Það er líka gam­an að sjá hvað þetta er fljótt að koma. Mér finnst eig­in­lega fal­leg­ast þegar ég sé strák­ana mína hrósa hvor­um öðrum fyr­ir eitt­hvað sem að þeir hafa tekið eft­ir. Þarna erum við bara að þjálfa okk­ur í að sjá styrk­leika annarra og heyra styrk­leik­ana um okk­ur sjálf. Strák­arn­ir biðja núna alltaf um þetta sjálf­ir og tala um þetta sem hápunkt dags­ins.“
Sylvía Briem Friðjónsdóttir og drengurinn hennar Hólmbert Örn Briem Emilsson.
Sylvía Briem Friðjóns­dótt­ir og dreng­ur­inn henn­ar Hólm­bert Örn Briem Em­ils­son. Ljós­mynd/​Aðsend

„Fjöl­skyldufund­ir mik­il­væg­ir“

„Ég lærði þetta af bestu vin­konu minni og vini sem að halda svo­kallaða fjöl­skyldufundi fyr­ir ákv­arðana­töku. Mér finnst þetta frá­bært „concept“ sér­stak­lega þegar maður er að leggja lín­urn­ar eða setja ein­hverj­ar regl­ur t.d. varðandi tölvu­notk­un, svefn­tíma og úti­tíma. Þetta er gert í létt­um gír ég segi t.d.: „Jæja það er fjöl­skyldu fund­ur, all­ir að setj­ast í sóf­ann“. Þegar all­ir eru sest­ir: „Vel­kom­in á þenn­an fjöl­skyldu fund það eru brýn mál­efni á dag­skrá. Fyrsta mál­efni er hvenær við eig­um að fara sofa“. Ég kem svo með til­lögu að því og rök­styð af hverju mér finnst ákveðin tíma­setn­ing best til að fara sofa. Ég varpa svo hug­mynd­inni á strák­ana: „Hvað segið þið eru þið með betri til­lögu?“ Þeir eru það yf­ir­leitt ekki því ... mamma veit best, smá grín.
En þeir koma með sín­ar til­lög­ur við finn­um leið sem að hent­ar öll­um. Þá hafa þeir eitt­hvað um þetta allt sam­an að segja og ég næ að út­skýra fyr­ir þeim af hverju sum­ar regl­ur gilda á heim­il­inu. Þetta end­ar oft í ein­hverju hlát­urskasti eða góðri sam­veru sem að mér finnst lyk­ill­inn í þessu. Við erum nefni­lega sam­an í liði og jú við for­eldr­arn­ir setj­um ákveðnar regl­ur en við vilj­um samt heyra hvað öll­um finnst. Regl­ur er nefni­lega oft svo leiðin­legt og ég tengi við það. Þetta ger­ir það að verk­um að þeir verða já­kvæðari fyr­ir ramm­an­um og hafa eitt­hvað um hann að segja. Þeir hafa áhrif!“ 
mbl.is