Aflýsir tónleikum og hjónabandið strax betra

Ást í Hollywood | 3. júní 2024

Aflýsir tónleikum og hjónabandið strax betra

Leik- og söngkonan Jennifer Lopez hefur hætt við tónleikaröð sína sem átti að fara fram í sumar. Lopez ætlar að einbeita sér að fjölskyldunni. Um helgina sást hún kyssa eiginmann sinn, leikarann Ben Affleck, úti á götu. 

Aflýsir tónleikum og hjónabandið strax betra

Ást í Hollywood | 3. júní 2024

Ben Affleck og Jennifer Lopez eru að vinna í hjónabandinu.
Ben Affleck og Jennifer Lopez eru að vinna í hjónabandinu. AFP/Michael Tran

Leik- og söng­kon­an Jenni­fer Lopez hef­ur hætt við tón­leikaröð sína sem átti að fara fram í sum­ar. Lopez ætl­ar að ein­beita sér að fjöl­skyld­unni. Um helg­ina sást hún kyssa eig­in­mann sinn, leik­ar­ann Ben Aff­leck, úti á götu. 

Leik- og söng­kon­an Jenni­fer Lopez hef­ur hætt við tón­leikaröð sína sem átti að fara fram í sum­ar. Lopez ætl­ar að ein­beita sér að fjöl­skyld­unni. Um helg­ina sást hún kyssa eig­in­mann sinn, leik­ar­ann Ben Aff­leck, úti á götu. 

Lopez sagði í yf­ir­lýs­ingu að hún væri miður sín yfir því að þurfa að af­lýsa tón­leikaröðinni. „Ég myndi ekki gera þetta ef mér þætti þetta ekki bráðnauðsyn­legt,“ sagði stjarn­an að því fram kem­ur á vef People. Einnig var greint frá því að hún ætlaði að verja meiri tíma með „börn­um, fjöl­skyldu og nán­um vin­um.“ Tón­leikaröðin átti að fara fram frá júní fram í ág­úst og var liður í því að kynna plötu sem Lopez sendi frá sér í fe­brú­ar. Fólk sem búið var að kaupa miða fær end­ur­greitt. 

Koss á kinn 

Frétt­ir af erfiðleik­um í hjóna­bandi Aff­leck og Lopez hafa verið há­vær­ar á und­an­förn­um vik­um og var Lopez meðal ann­ars sögð ein­beita sér að vinnu, tón­leika­ferðalag­inu nán­ar til tekið. Nú hef­ur hún tölu­vert meiri tíma til þess að ein­beita sér að hjóna­band­inu. 

Hjón­in höfðu ekki sést lengi sam­an þangað til ný­lega. Á sunnu­dag­inn hittu þau móður Aff­leck í Kali­forn­íu að því fram kem­ur á vef ET. Voru hjón­in mynduð þegar Lopez mætti á svæðið og heilsuðust þau með létt­um kossi. 

Jennifer Lopez og Ben Affleck.
Jenni­fer Lopez og Ben Aff­leck. AFP/​Michael Tran
mbl.is