„Mikill meðbyr með henni“

Forsetakosningar 2024 | 3. júní 2024

„Mikill meðbyr með henni“

Mikill fjöldi fólks kom saman þegar Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, ávarpaði þjóðina fyrir utan heimili sitt í Reykjavík í gær.

„Mikill meðbyr með henni“

Forsetakosningar 2024 | 3. júní 2024

Frá vinstri, Helgi Ólafsson, Birkir Snær, Sigurðsson og Helga Ingrid …
Frá vinstri, Helgi Ólafsson, Birkir Snær, Sigurðsson og Helga Ingrid Gunnarsdóttir Langdal. Samsett mynd/mbl.is/Eyþór

Mik­ill fjöldi fólks kom sam­an þegar Halla Tóm­as­dótt­ir, ný­kjör­inn for­seti Íslands, ávarpaði þjóðina fyr­ir utan heim­ili sitt í Reykja­vík í gær.

Mik­ill fjöldi fólks kom sam­an þegar Halla Tóm­as­dótt­ir, ný­kjör­inn for­seti Íslands, ávarpaði þjóðina fyr­ir utan heim­ili sitt í Reykja­vík í gær.

Blaðamaður mbl.is var á svæðinu og tók púls­inn á fólki.

„Ég held hún muni standa sig mjög vel“

Helena Ingrid Gunn­ars­dótt­ir Lang­dal var hress í bragði þegar blaðamaður hitti á hana. 

Af hverju ertu kom­in hingað í dag?

„Við erum komn­ar hér til að styðja Höllu, við erum frænd­fólk henn­ar og höf­um alltaf verið að fylgj­ast með henni og höf­um verið mjög stolt­ar af henni al­veg síðan 2016. Við höf­um fylgst með henn­ar ferli og erum mjög glaðar að vera hérna.“

Hvernig líst þér á Höllu sem næsta for­seta Íslands?

„Bara mjög vel, ég held að hún muni standa sig mjög vel í þessu starfi.“

Kom það þér á óvart að hún hafi unnið kosn­ing­arn­ar?

„Sko ég hélt að hún myndi ekki verða for­seti strax en í gær þá vissi ég að hún yrði for­seti.“

Helena Ingrid Gunnarsdóttir Langdal.
Helena Ingrid Gunn­ars­dótt­ir Lang­dal. mbl.is/​Eyþór

„Alltaf verið mín kona frá byrj­un“

Birk­ir Snær Sig­urðsson veifaði ís­lenska fán­an­um í góðra vina hópi glaður í bragði.

Af hverju ertu kom­inn hingað í dag?

„Til að styðja við mína konu.“

Hvernig líst þér á Höllu sem næsta for­seta Íslands?

„Bara frá­bær­lega.“

Hvernig for­seti held­ur þú að hún verði?

„Ég held hún verði bara mjög góður for­seti.“

Kom þér á óvart að hún hafi unnið kosn­ing­arn­ar?

„Alls ekki, alltaf verið mín kona frá því í byrj­un, þrátt fyr­ir þetta litla fylgi þá hafði maður alltaf trú.“

Birkir Snær Sigurðsson.
Birk­ir Snær Sig­urðsson. mbl.is/​Eyþór

„Mik­ill meðbyr með henni“

Helgi Ólafs­son var mætt­ur til að heilla nýj­an for­seta.

Af hverju ertu kom­inn hingað í dag?

„Ég er að hylla nýj­an for­seta.“

Kaust þú Höllu?

„Já, líka fyr­ir átta árum.“

Hvernig líst þér á Höllu sem næsta for­seta Íslands?

„Mér finnst hún mjög spenn­andi kost­ur og ég get líka sagt það að ef hún hefði ekki verið í fram­boði þá hefði ég lík­leg­ast kosið Katrínu Jak­obs­dótt­ur.“

Kom það þér á óvart að hún hafi unnið kosn­ing­arn­ar?

„Nei, það kom mér ekki á óvart, ég var al­veg nán­ast sann­færður um það síðustu vik­ur að hún myndi vinna þetta, það var svo mik­ill meðbyr með henni. Kon­an mín var að vinna í þessu með henni og við vor­um aðeins að hjálpa henni og taka þátt í þessu og ég var al­gjör­lega ör­ugg­ur í gær að hún myndi vinna þetta.“

Helgi Ólafsson.
Helgi Ólafs­son. mbl.is/​Eyþór
mbl.is