Stendur vaktina þar til annað kemur í ljós

Forsetakosningar 2024 | 3. júní 2024

Stendur vaktina þar til annað kemur í ljós

„Maður tekur þátt í leik til þess að vinna hann. Það greinilega náðist ekki þannig að maður er náttúrulega bara mannlegur hvað það varðar,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, innt eftir viðbrögðum við niðurstöðum forsetakosninganna. 

Stendur vaktina þar til annað kemur í ljós

Forsetakosningar 2024 | 3. júní 2024

Helga Þórisdóttir snýr aftur til Persónuverndar eftir leyfi vegna framboðs …
Helga Þórisdóttir snýr aftur til Persónuverndar eftir leyfi vegna framboðs til embættis forseta Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Maður tek­ur þátt í leik til þess að vinna hann. Það greini­lega náðist ekki þannig að maður er nátt­úru­lega bara mann­leg­ur hvað það varðar,“ seg­ir Helga Þóris­dótt­ir, for­stjóri Per­sónu­vernd­ar, innt eft­ir viðbrögðum við niður­stöðum for­seta­kosn­ing­anna. 

„Maður tek­ur þátt í leik til þess að vinna hann. Það greini­lega náðist ekki þannig að maður er nátt­úru­lega bara mann­leg­ur hvað það varðar,“ seg­ir Helga Þóris­dótt­ir, for­stjóri Per­sónu­vernd­ar, innt eft­ir viðbrögðum við niður­stöðum for­seta­kosn­ing­anna. 

Helga, sem hef­ur verið í leyfi frá störf­um for­stjóra Per­sónu­vernd­ar síðan hún til­kynnti um fram­boð sitt í lok mars, fékk alls 275 at­kvæði í kosn­ing­un­um, eða 0,1%. Hún seg­ir kosn­ingu Höllu Tóm­as­dótt­ur hafa verið glæsi­lega og ósk­ar henni til ham­ingju með það.

Þarf að eiga salt í sinn graut

Spurð hvað taki nú við og hvort hún sé á leið aft­ur til Per­sónu­vernd­ar svar­ar Helga: 

„Já, ég meina ég var nátt­úru­lega bara í leyfi.“

Helga kveðst hafa fengið mikla aukna orku af gleðinni sem fylgdi kosn­inga­bar­átt­unni, „þó hún hafi ekki skilað sér í kass­ana“.

„Það gef­ur manni aukna orku og styrk, en vissu­lega þarf ég að ná fyrri kröft­um,“ seg­ir Helga sem kveðst ætla að taka sér sum­ar­frí. 

„Svo þarf ég að eiga salt í minn graut og stend bara mína vakt þar til annað kem­ur í ljós.“ 

„Mögnuð lífs­reynsla“ 

Helga seg­ir kosn­inga­bar­átt­una hafa verið eitt mesta tæki­færi sem hún hef­ur tek­ist á við og einn áhuga­verðasti fer­ill sem hún hef­ur farið í gegn­um. 

„Eft­ir stend­ur já­kvæðnin, gleðin og snert­ing­ar við fólk út um allt land. Það að hafa verði lög­leg­ur for­setafram­bjóðandi var mögnuð lífs­reynsla.“

Þannig að þú lærðir margt af þessu? 

„Já, mér líður best meðal fólks. Það er bara þannig og það var fal­legt og gef­andi. Að sama skapi var ým­is­legt al­var­legt sem gerðist á þess­um ferli líka,“ seg­ir Helga og út­skýr­ir mál sitt fyr­ir blaðamanni. 

„Eins og það þegar einka­rekn­ir fjöl­miðlar með rík­is­styrk til að tryggja lýðræðis­lega umræðu ákveða að loka fyr­ir neðri part hóps­ins út frá skoðana­mynd­andi skoðana­könn­un­um.“ 

„Þar með var það bara búið,“ seg­ir Helga ósátt við út­spil fjöl­miðla í kosn­inga­bar­átt­unni.  

„Það var gríðarlega af­drifa­rík ákvörðun

Helga seg­ir eitt að skoðana­mynd­andi kann­an­ir séu birt­ar og að nú sé verið að sýna fram á allskyns tengsl fram­bjóðenda við þær. Þá sé annað að einka­rekn­ir fjöl­miðlar með rík­is­styrk fyr­ir lýðræðis­legri umræðu „af­hausi helm­ing fram­bjóðenda þegar langt er í kjör­dag“.

„Það var gríðarlega af­drifa­rík ákvörðun.“ Hún nefn­ir sem dæmi að Morg­un­blaðið og mbl.is hafi haldið kosn­inga­fundi fyr­ir þann hóp fram­bjóðenda sem hafði 10% fylg­is eða meira í könn­un­um. 

„Ef maður lít­ur bara kalt á það þá er búið að af­hausa rest­ina. Það þarf eitt­hvað mikið að ger­ast til að rest­in nái sér á strik.“ 

Já, það er ákveðið sjón­ar­mið. 

„Nei það er bara staðreynd.“ 

Er það eitt­hvað sem þér finnst að þurfi að end­ur­skoða? 

Já, þetta er bara lær­dóms­fasi sem ég held að við sem þjóð þurf­um að skoða,“ seg­ir Helga og bæt­ir við: 

„En eft­ir hjá mér stend­ur gleði og þakk­læti fyr­ir snert­ing­ar við fólk út um allt land og alla hina.“ 

mbl.is