Veifandi Vigdís heima hjá Höllu

Forsetakosningar 2024 | 3. júní 2024

Veifandi Vigdís heima hjá Höllu

Í stofunni heima hjá Höllu Tómasdóttur, nýkjörnum forseta, er ljósmynd af Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta.

Veifandi Vigdís heima hjá Höllu

Forsetakosningar 2024 | 3. júní 2024

Myndina má sjá hér á veggnum til vinstri.
Myndina má sjá hér á veggnum til vinstri. mbl.is/Eyþór

Í stof­unni heima hjá Höllu Tóm­as­dótt­ur, ný­kjörn­um for­seta, er ljós­mynd af Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur, fyrr­ver­andi for­seta.

Í stof­unni heima hjá Höllu Tóm­as­dótt­ur, ný­kjörn­um for­seta, er ljós­mynd af Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur, fyrr­ver­andi for­seta.

Mynd­in er tek­in fyr­ir utan heim­ili Vig­dís­ar árið 1980 þegar hún ávarpaði stuðnings­fólk sitt eft­ir að hafa verið kjör­in for­seti. Halla gerði hið sama í gær. Hún ávarpaði stuðnings­fólk sitt fyr­ir utan heim­ili sitt í miðbæ Reykja­vík­ur kl. 16.

Í ávarpi sínu sagði hún það heiður lífs síns að fá að gegna embætti for­seta Íslands.

Halla veifaði stuðningsfólki sínu í gær.
Halla veifaði stuðnings­fólki sínu í gær. mbl.is/​Eyþór

Vig­dís mik­il fyr­ir­mynd

Vig­dís Finn­boga­dótt­ir var á sín­um tíma kjör­in for­seti fyrst kvenna í heim­in­um. Halla veður önn­ur kon­an til að gegna embætti for­seta Íslands. 

Í sam­tali við mbl.is í gær sagði Halla það skipta miklu máli að kon­ur gegndu slík­um stöðum. Þá hefði Vig­dís verið henni mik­il fyr­ir­mynd.

„Við vor­um svo mik­il fyr­ir­mynd fyr­ir um­heim­inn árið 1980 þegar við höfðum hug­rekki til að kjósa Vig­dísi og hún var mér og minni kyn­slóð svo mik­il fyr­ir­mynd. Ég held að við séum þegar í for­ystu fyr­ir kynja­jafn­rétti á Íslandi og ég von­ast til þess að sinna því verk­efni mjög vel, bæði inn­an sam­fé­lags­ins og utan,“ sagði Halla við mbl.is í gær.

mbl.is