Hefði unnið án taktískra atkvæða

Forsetakosningar 2024 | 4. júní 2024

Hefði unnið án taktískra atkvæða

Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, græddi talsvert á taktískum atkvæðum en hefði sigrað í forsetakosningunum án þeirra. Þá hefði hún einnig sigrað í kosningunum óháð því hvernig kosningakerfi væri notað.

Hefði unnið án taktískra atkvæða

Forsetakosningar 2024 | 4. júní 2024

Halla Tómasdóttir hefði sigrað án taktískra atkvæða, að er kemur …
Halla Tómasdóttir hefði sigrað án taktískra atkvæða, að er kemur fram í könnun stjórnmálafræðinga. mbl.isKristinn Magnússon

Halla Tóm­as­dótt­ir, ný­kjör­inn for­seti Íslands, græddi tals­vert á taktísk­um at­kvæðum en hefði sigrað í for­seta­kosn­ing­un­um án þeirra. Þá hefði hún einnig sigrað í kosn­ing­un­um óháð því hvernig kosn­inga­kerfi væri notað.

Halla Tóm­as­dótt­ir, ný­kjör­inn for­seti Íslands, græddi tals­vert á taktísk­um at­kvæðum en hefði sigrað í for­seta­kosn­ing­un­um án þeirra. Þá hefði hún einnig sigrað í kosn­ing­un­um óháð því hvernig kosn­inga­kerfi væri notað.

Þetta eru niður­stöður net­könn­un­ar með 2.877 svar­end­um sem fram­kvæmd var af Vikt­ori Orra Val­g­arðssyni, nýdoktor í stjórn­mála­fræði við stjórn­mála­fræðideild Sout­hampt­on-há­skóla, og Indriða H. Indriðasyni, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við stjórn­mála­fræðideild Kali­forn­íu­há­skóla í Ri­versi­de.

Í net­kosn­ing­unni gátu svar­end­ur kosið sér for­seta bæði með nú­ver­andi kosn­inga­kerfi og með öðrum kosn­inga­kerf­um: Raðvali með vara­at­kvæði, raðvali með Borda-taln­ingu (e. Borda count) og samþykkt­ar­kosn­ingu (e. App­roval Vot­ing).

8% at­kvæða taktísk 

Sam­kvæmt net­kosn­ing­unni græddi Halla Tóm­as­dótt­ir veru­lega á þess­ari taktísku kosn­ingu.

Um 26,7% svar­enda (þegar gögn­in eru vigtuð til að end­ur­spegla úr­slit kosn­ing­anna, eins og í öðrum niður­stöðum) sögðust helst vilja sjá hana sem for­seta, eða um 8 pró­sentu­stig­um færri en sögðust hafa kosið hana.

„Hins veg­ar var þetta hlut­fall hæst allra fram­bjóðenda: næst kom Katrín Jak­obs­dótt­ir með 23,2%, sem bend­ir til þess að Halla hefði sigrað kosn­ing­arn­ar með um 3,5 pró­sentu­stig­um ef eng­inn hefði kosið taktískt,“ kem­ur fram í til­kynn­ingu um könn­un­ina.

Bald­ur tapaði mestu fylgi vegna taktískra kosn­inga

Af efstu sex fram­bjóðend­un­um í kosn­ing­un­um þá var það Bald­ur sem tapaði mest á taktískri kosn­ingu en þeir sem vildu hann helst sem for­seta voru lík­leg­ast­ir til að kjósa ann­an fram­bjóðanda taktískt, eða tæp­lega 38%. Skammt á eft­ir komu Jón Gn­arr og Arn­ar Þór Jóns­son.

Fram kem­ur að til­hneig­ing fólks til að kjósa taktískt hafi auk­ist veru­lega þegar leið á kosn­inga­vik­una.

Halla hefði sigrað hina í ein­vígi

Halla Tóm­as­dótt­ir hefði sigrað í kosn­ing­un­um óháð því hvaða kosn­inga­kerfi væri notað, að er kem­ur fram í könn­un­inni.

„Niður­stöðurn­ar sýna líka að Halla Tóm­as­dótt­ir hefði að lík­ind­um sigrað kosn­ing­arn­ar í öll­um kosn­inga­kerf­um:

Í raðvali með vara­at­kvæði, þar sem at­kvæðum er end­urút­hlutað til fram­bjóðenda sem sett­ir eru næst í for­gang hjá kjós­end­um þangað til einn fram­bjóðandi er kom­inn með meiri­hluta at­kvæða, hefði Jón Gn­arr verið úti­lokaður síðast­ur (með 25,1% at­kvæða á þeim tíma­punkti á móti 28,9% Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur) og Halla Tóm­as­dótt­ir sigrað Katrínu Jak­obs­dótt­ur í lokaum­ferðinni með 63,6% at­kvæða gegn 36,4%.“

Sé for­gangs­röðun svar­enda í þessu kerfi notuð til að álykta hvaða fram­bjóðanda þeir hefðu kosið í mögu­legu ein­vígi tveggja fram­bjóðenda í seinni um­ferð (út frá því hvor­um fram­bjóðand­an­um þeir röðuðu ofar) kem­ur í ljós að Halla Tóm­as­dótt­ir hefði sömu­leiðis sigrað alla aðra fram­bjóðend­ur í seinni um­ferð.

Katrín hefði sigrað Höllu Hrund í ein­vígi

Hefði ein­vígi verið á milli Katrín­ar og Höllu Hrund­ar þá hefði Katrín sigrað, en aft­ur á móti ef Bald­ur væri í ein­vígi á móti Katrínu þá hefði Bald­ur unnið sam­kvæmt niður­stöðunum.

Þá hefðu 61,3% kjós­enda veitt Höllu Tóm­as­dótt­ur at­kvæði sitt í samþykkt­ar­kosn­ingu (þar sem svar­end­ur gátu merkt við eins marga fram­bjóðend­ur og þeim sýnd­ist) og 52,1% Baldri Þór­halls­syni, en aðrir fram­bjóðend­ur nutu stuðnings minni­hluta kjós­enda í þeirri kosn­ingu (Katrín Jak­obs­dótt­ir kom næst með 44,3% og Halla Hrund með 44,1%).

mbl.is