Könnun: Hvað á að kalla eiginmann forseta?

Forsetakosningar 2024 | 4. júní 2024

Könnun: Hvað á að kalla eiginmann forseta?

Björn Skúlason, eiginmaður Höllu Tómasdóttur, verður þann 1. ágúst fyrsti eiginmaður forseta í 80 ára sögu lýðveldisins.

Könnun: Hvað á að kalla eiginmann forseta?

Forsetakosningar 2024 | 4. júní 2024

Björn Skúlason verður fyrsti eiginmaður forseta í sögu lýðveldisins.
Björn Skúlason verður fyrsti eiginmaður forseta í sögu lýðveldisins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Björn Skúla­son, eig­inmaður Höllu Tóm­as­dótt­ur, verður þann 1. ág­úst fyrsti eig­inmaður for­seta í 80 ára sögu lýðveld­is­ins.

Björn Skúla­son, eig­inmaður Höllu Tóm­as­dótt­ur, verður þann 1. ág­úst fyrsti eig­inmaður for­seta í 80 ára sögu lýðveld­is­ins.

Við þetta hafa sum­ir byrjað að klóra sér í hausn­um yfir því hvað skuli kalla hann, en hingað til hef­ur „for­setafrú“ verið notað til að lýsa eig­in­kon­um for­seta.

Björn fór að sjálfsögðu með Höllu á kjörstað þann 1. …
Björn fór að sjálf­sögðu með Höllu á kjörstað þann 1. júní. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Fljótt að venj­ast

„Við þurf­um að venj­ast nýj­um orðum og flest ný orð, þau virka kjána­lega á mann í byrj­un en ef þau kom­ast í notk­un þá er maður fljót­ur að venj­ast þeim og þau verða eðli­leg,“ seg­ir Ei­rík­ur Rögn­valds­son, pró­fess­or emer­it­us í ís­lensku, í sam­tali við mbl.is.

„Þetta er í raun og veru bara spurn­ing um það hvort að farið verði í að nota eitt­hvað ákveðið orð og hvort að það nær til fólks,“ bæt­ir hann við.

Þarf ekki endi­lega að vera eitt nafn­orð

Ei­rík­ur Rögn­valds­son nefn­ir sem dæmi að hægt sé að nota „eig­inmaður for­seta“ til að lýsa Birni.

„Við þurf­um ekki alltaf endi­lega að hafa eitt nafn­orð, það er al­veg hægt að kom­ast af án þess,“ seg­ir Ei­rík­ur.

Hann nefn­ir þó nokkra aðra mögu­leika sem hægt er velja á milli í könn­un­inni hér að ofan, ásamt til­lög­um frá rit­stjórn.

Björn og Halla á fundi Morgunblaðsins í Reykjanesbæ, rúmri viku …
Björn og Halla á fundi Morg­un­blaðsins í Reykja­nes­bæ, rúmri viku fyr­ir kosn­ing­ar. mbl.is/​Brynj­ólf­ur Löve

Fólki annt um tung­una

Hann seg­ir ómögu­legt að segja til um það hvort að eitt orð nái yf­ir­hönd­inni eða hvenær það muni þá ger­ast.

„Við erum oft – ég er ekki endi­lega að segja að það eigi við í þessu til­felli – föst í því að það þurfi endi­lega að hafa eitt­hvert eitt orð um alla hluti. Oft er í lagi að hafa orðasam­band eins og „eig­inmaður for­seta“ eða eitt­hvað svo­leiðis.“

Hann seg­ir að umræðan sem hafi skap­ast í kring­um þetta til­tekna mál sýni fram á það að fólki sé annt um tung­una og hafi áhuga á henni.

mbl.is