Líst ágætlega á Höllu

Forsetakosningar 2024 | 4. júní 2024

Líst ágætlega á Höllu

Formanni Vinstri grænna líst ágætlega á nýjan forseta Íslands þó að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi formaður flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hafi ekki borið sigur úr býtum.

Líst ágætlega á Höllu

Forsetakosningar 2024 | 4. júní 2024

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, ræddi við blaðamenn að …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, ræddi við blaðamenn að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

For­manni Vinstri grænna líst ágæt­lega á nýj­an for­seta Íslands þó að Katrín Jak­obs­dótt­ir, fyrr­ver­andi formaður flokks­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, hafi ekki borið sig­ur úr být­um.

For­manni Vinstri grænna líst ágæt­lega á nýj­an for­seta Íslands þó að Katrín Jak­obs­dótt­ir, fyrr­ver­andi formaður flokks­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, hafi ekki borið sig­ur úr být­um.

„Mér líst bara ágæt­lega á nýj­an for­seta og óska henni bara til ham­ingju með kjörið,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, fé­lags­mála- og vinnu­markaðsráðherra og sett­ur formaður VG, innt­ur eft­ir áliti sínu á Höllu Tóm­as­dótt­ur, ný­kjörn­um for­seta.

Halla hafði um helg­ina bet­ur gegn Katrínu Jak­obs­dótt­ur, fyrr­ver­andi for­manni VG, sem sagði af sér sem for­sæt­is­ráðherra, þingmaður og formaður flokks síns til þess að bjóða sig fram.

Fylgi VG í skoðana­könn­un­um hef­ur dvínað afar mikið, sem og hinna rík­is­stjórn­ar­flokk­anna, en Vinstri græn mæl­ast ekki leng­ur inni á þingi.

Katrín með „tals­vert meira“ fylgi en VG

Finnst þér það tákn­rænt fyr­ir þann litla stuðning sem VG hef­ur og þann litla stuðning sem rík­is­stjórn­in hef­ur, að Katrín hafi ekki borið sig­ur úr být­um?

„Ég skal nú ekk­ert um það segja. Katrín hlýt­ur um 25% at­kvæða, sem er tals­vert meira en VG er að fá í skoðana­könn­un­um núna. Ég held að við get­um al­veg sagt það,“ svar­ar hann.

„Manni sýnd­ist nú að sá stuðning­ur væri að koma mjög víða að.“

En held­urðu ekki að þessi „taktíska kosn­ing“ sé vegna óvin­sælda rík­is­stjórn­ar­inn­ar?

„Stjórn­mála­skýrend­ur hafa talað um taktíska kosn­ingu og ég ætla ekki að leggja neitt mat á það. Ég horfi bara á stöðuna sem er uppi núna, það er búið að kjósa Höllu Tóm­as­dótt­ur sem næsta for­seta og ég hlakka bara til sam­starfs við hana,“ seg­ir hann að lok­um.

mbl.is