Mesta kjörsókn það sem af er öldinni

Forsetakosningar 2024 | 4. júní 2024

Mesta kjörsókn það sem af er öldinni

Þátttaka í nýafstöðnum forsetakosningum var um 80,8% sem er sú mesta frá kjöri Ólafs Ragnars Grímssonar árið 1996. Þátttakan var betri nú en árið 2016 þegar Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn.

Mesta kjörsókn það sem af er öldinni

Forsetakosningar 2024 | 4. júní 2024

Frá kjörstað.
Frá kjörstað. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þátt­taka í ný­af­stöðnum for­seta­kosn­ing­um var um 80,8% sem er sú mesta frá kjöri Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar árið 1996. Þátt­tak­an var betri nú en árið 2016 þegar Guðni Th. Jó­hann­es­son var kjör­inn.

Þátt­taka í ný­af­stöðnum for­seta­kosn­ing­um var um 80,8% sem er sú mesta frá kjöri Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar árið 1996. Þátt­tak­an var betri nú en árið 2016 þegar Guðni Th. Jó­hann­es­son var kjör­inn.

Birg­ir Guðmunds­son, doktor í stjórn­mála- og fjöl­miðla­fræðum við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, seg­ir kjör­sókn­ina end­ur­spegla það að raun­veru­leg sam­keppni hafi verið um embættið.

„Þar sem ekki var um end­ur­kjör að ræða er nokkuð aug­ljóst að áhugi manna er mun meiri, þar sem kjós­end­ur bú­ast al­mennt við því að sitj­andi for­seti nái end­ur­kjöri,“ seg­ir Birg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Kort/​mbl.is

Breið flóra fram­bjóðenda bjóði jafn­framt upp á marga val­kosti þannig að kjós­end­ur ættu að geta fundið ein­hvern við sitt hæfi, seg­ir Birg­ir.

Ef þátt­tak­an nú er bor­in sam­an við kjör­sókn í þing­kosn­ing­um síðastliðinna ára er hún nokkuð svipuð. Kjör­sókn í þing­kosn­ing­un­um árið 2021 var um 80,1%.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

mbl.is