Heimspressan fjallar um forsetakjör Höllu

Forsetakosningar 2024 | 5. júní 2024

Heimspressan fjallar um forsetakjör Höllu

Fréttamiðlar víða um heiminn hafa á síðustu dögum fjallað um forsetakjör Höllu Tómasdóttur, en þann 1. ágúst verður hún sjöundi forseti lýðveldisins.

Heimspressan fjallar um forsetakjör Höllu

Forsetakosningar 2024 | 5. júní 2024

Halla hlaut ríflega 34% atkvæða í kosningunum og Katrín rúmlega …
Halla hlaut ríflega 34% atkvæða í kosningunum og Katrín rúmlega 25%. Samsett mynd/Skjáskot/Reuters/Al Jazeera/Bloomberg/Le Monde/Euronews/India TV news

Fréttamiðlar víða um heim­inn hafa á síðustu dög­um fjallað um for­seta­kjör Höllu Tóm­as­dótt­ur, en þann 1. ág­úst verður hún sjö­undi for­seti lýðveld­is­ins.

Fréttamiðlar víða um heim­inn hafa á síðustu dög­um fjallað um for­seta­kjör Höllu Tóm­as­dótt­ur, en þann 1. ág­úst verður hún sjö­undi for­seti lýðveld­is­ins.

Flest­ir er­lend­ir fjöl­miðlar vekja at­hygli á því að hún komi úr viðskipta­heim­in­um og að hún hafi borið sig­ur úr být­um gegn Katrínu Jak­obs­dótt­ur, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Íslands. 

Reu­ters seg­ir í sinni frétt að for­seta­embættið á Íslandi sé aðallega form­legt (e. ceremonial) og án mik­illa valda. Þá lýs­ir miðill­inn Höllu sem at­hafna­konu. 

Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands.
Halla Tóm­as­dótt­ir, ný­kjör­inn for­seti Íslands. mbl.is/​Brynj­ólf­ur Löve

Kann­an­ir ekki gert ráð fyr­ir slík­um sigri

Frétt Bloom­berg er skrifuð af ís­lensk­um frétta­rit­ara, Ragn­hildi Sig­urðardótt­ur, og þar er Höllu lýst sem frum­kvöðli og fjár­festi. Í þeirri frétt er vak­in sér­stök at­hygli á því að Ísland hafi verið fyrsta ríkið til að kjósa konu sem for­seta árið 1980. 

Franska dag­blaðið Le Monde grein­ir einnig frá kjöri Höllu og í frétt Le Monde er sagt frá því hvernig skoðanakann­an­ir hafi ekki gert ráð fyr­ir jafn af­ger­andi sigri og raun bar vitni. 

Halla hlaut ríf­lega 34% at­kvæða í kosn­ing­un­um og Katrín rúm­lega 25%.

Kat­arski miðill­inn Al Jazeera vek­ur sér­staka at­hygli á því í inn­gangi frétt­ar­inn­ar að þeir þrír fram­bjóðend­ur sem hlutu mest fylgi hafi verið kon­ur. 

Þá fjalla aðrir miðlar í Kína, Indlandi, Norður­lönd­um og víðar um for­seta­kjör Höllu.

mbl.is