Hækka þarf þröskuld meðmæla

Forsetakosningar 2024 | 7. júní 2024

Hækka þarf þröskuld meðmæla

Mögulegar breytingar á stjórnarskrá verða til umfjöllunar á fundi sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur boðað formenn allra flokka á sem sæti eiga á Alþingi. Þar verður m.a. rædd kjördæmaskipan, vægi atkvæða, ákæruvald Alþingis og líklega lágmarksfjöldi meðmælenda forsetaframbjóðenda.

Hækka þarf þröskuld meðmæla

Forsetakosningar 2024 | 7. júní 2024

Mögulegar breytingar á stjórnarskrá verða til umfjöllunar á fundi sem …
Mögulegar breytingar á stjórnarskrá verða til umfjöllunar á fundi sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur boðað formenn allra flokka á. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mögu­leg­ar breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá verða til um­fjöll­un­ar á fundi sem Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra hef­ur boðað for­menn allra flokka á sem sæti eiga á Alþingi. Þar verður m.a. rædd kjör­dæma­skip­an, vægi at­kvæða, ákæru­vald Alþing­is og lík­lega lág­marks­fjöldi meðmæl­enda for­setafram­bjóðenda.

Mögu­leg­ar breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá verða til um­fjöll­un­ar á fundi sem Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra hef­ur boðað for­menn allra flokka á sem sæti eiga á Alþingi. Þar verður m.a. rædd kjör­dæma­skip­an, vægi at­kvæða, ákæru­vald Alþing­is og lík­lega lág­marks­fjöldi meðmæl­enda for­setafram­bjóðenda.

„Þetta er vinna sem á sér lang­ar ræt­ur, teyg­ir sig langt inn í síðasta kjör­tíma­bil. Nú þegar hill­ir und­ir lok kjör­tíma­bils­ins er tíma­bært að fara að skoða hvað það er sem flokk­arn­ir gætu sam­ein­ast um,“ seg­ir Bjarni í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Spurður um hvort fjallað verði um hug­mynd­ir um breyt­ingu á fjölda meðmæl­enda for­setafram­bjóðenda, sem tals­vert var rætt um í aðdrag­anda nýliðinna for­seta­kosn­inga, seg­ist Bjarni lík­legt að svo verði.

„Ég er þeirr­ar skoðunar að þann þrösk­uld ætti að hækka. Ég ef­ast ekki um að þeir fram­bjóðend­ur sem höfðu mest­an stuðning í for­seta­kosn­ing­un­um hefðu farið létt með að kom­ast yfir hærri þrösk­uld en þann sem er í dag,“ seg­ir Bjarni.

„Á fund­in­um vil ég taka til um­fjöll­un­ar efni sem lítið hef­ur verið rætt til þessa sem er kjör­dæma­skip­an­in á Íslandi. Það er mín til­finn­ing að kjós­end­um í land­inu þyki kjör­dæm­in vera of stór, sér­stak­lega á lands­byggðinni. Ég finn fyr­ir því að í Norðvest­ur­kjör­dæmi, Norðaust­ur­kjör­dæmi og Suður­kjör­dæmi er fjar­lægðin á milli kjör­inna full­trúa og fólks­ins of mik­il og ég vil kynna hug­mynd­ir um breyt­ing­ar sem eiga að draga úr stærð kjör­dæm­anna,“ seg­ir Bjarni og nefn­ir einnig að ræða þurfi um hvernig dregið verði úr mis­vægi at­kvæða á milli kjör­dæma sem og jöfn­un á milli þing­flokka.

„Einnig vil ég ræða um hug­mynd­ir um að gera tíma­bær­ar breyt­ing­ar á ákæru­valdi Alþing­is gagn­vart ráðherr­um sem al­mennt hef­ur verið talað um sem breyt­ing­ar á Lands­dómi,“ seg­ir hann.

mbl.is