Öllu starfsfólki sagt upp

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 8. júní 2024

Öllu starfsfólki sagt upp

Síðustu 10. bekkingarnir útskrifuðust frá Grunnskóla Grindavíkur í vikunni, að minnsta kosti í bili.

Öllu starfsfólki sagt upp

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 8. júní 2024

Undir knatthúsinu uppgötvaðist djúp sprunga sem teygir sig frá horni …
Undir knatthúsinu uppgötvaðist djúp sprunga sem teygir sig frá horni til horns, yfir allan völlinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Síðustu 10. bekk­ing­arn­ir út­skrifuðust frá Grunn­skóla Grinda­vík­ur í vik­unni, að minnsta kosti í bili.

Síðustu 10. bekk­ing­arn­ir út­skrifuðust frá Grunn­skóla Grinda­vík­ur í vik­unni, að minnsta kosti í bili.

Öllu starfs­fólki skól­ans hef­ur verið sagt upp, þar á meðal skóla­stjór­an­um Ey­steini Þór Krist­ins­syni.

Alls út­skrifuðust 47 nem­end­ur af þeim 62 sem hófu nám síðastliðið haust en grind­vísk börn búa nú í 30 sveit­ar­fé­lög­um víðs veg­ar um landið.

„Til­finn­ing­in var blend­in, en það hef­ur verið svo mik­ill styrk­ur í fólk­inu og samstaða um að láta hlut­ina ganga. Svo er bara spurn­ing um hvernig hlut­irn­ir verða þegar það er búið,“ seg­ir Ey­steinn í sam­tali við Morg­un­blaðinu. Safn­skól­um var komið á fót í kjöl­far nátt­úru­ham­far­anna í og við Grinda­vík, en fjöl­skyld­ur fengu val um hvort börn­in færu í þá eða í skóla í því hverfi sem fjöl­skyld­an flutti í.

Öllu starfsfólki skólans hefur verið sagt upp, þar á meðal …
Öllu starfs­fólki skól­ans hef­ur verið sagt upp, þar á meðal skóla­stjór­an­um Ey­steini Þór Krist­ins­syni. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ey­steinn seg­ir starfs­fólk skól­ans munu skila öllu af sér eins vel og þau geta og svo fari þau bara að leita sér að vinnu.

„Ég er hepp­inn með það að ég er með frá­bært starfs­fólk sem er eft­ir­sótt­ur vinnukraft­ur. Ég á ekki von á að það verði í erfiðleik­um með að ná sér í vinnu,“ seg­ir Ey­steinn.

Áskor­an­irn­ar hafa verið marg­ar síðastliðið skóla­ár og grind­vísk börn tek­ist á við kvíða, hræðslu og óör­yggi varðandi framtíðina. Sveit­ar­fé­lagið og skól­inn hafa notið liðsinn­is Geðheilsumiðstöðvar barna.

Mun erfiðara svona

Innt­ur eft­ir því hvort ekki sé erfitt fyr­ir börn­in að missa tengsl­in við fé­lag­ana í skól­an­um sem og kenn­ar­ana seg­ir Ey­steinn jú, og að málið flæk­ist enn í ljósi þess að það sé í kjöl­far nátt­úru­ham­fara.

„Oft­ast flyt­ur fólk af fús­um og frjáls­um vilja, það er ekki nauðbeygt til þess. Þetta er mun erfiðara svona. Í Grinda­vík er mikið íþrótta­sam­fé­lag og sam­heldið sam­fé­lag í heild. Það eru mikl­ar áskor­an­ir við að halda ein­hvern veg­inn utan um þessa tæp­lega 4.000 ein­stak­linga sem dreifast vítt og breitt um landið, þó flest­ir séu á suðvest­ur­horn­inu,“ seg­ir Ey­steinn.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is