Stungu skemmtiferðaskipi í samband á Miðbakka

Ferðamenn á Íslandi | 9. júní 2024

Stungu skemmtiferðaskipi í samband á Miðbakka

Skemmtiferðaskipið Fridjof Nansen var í dag landtengt á Miðbakka og er fyrsta skemmtiferðaskipið sem er landtengt með rafmagni á Miðbakka. 

Stungu skemmtiferðaskipi í samband á Miðbakka

Ferðamenn á Íslandi | 9. júní 2024

Skemmtiferðaskipið Fridjof Nansen.
Skemmtiferðaskipið Fridjof Nansen. Ljósmynd/Kay Fochtmann

Skemmti­ferðaskipið Fri­djof Nan­sen var í dag land­tengt á Miðbakka og er fyrsta skemmti­ferðaskipið sem er land­tengt með raf­magni á Miðbakka. 

Skemmti­ferðaskipið Fri­djof Nan­sen var í dag land­tengt á Miðbakka og er fyrsta skemmti­ferðaskipið sem er land­tengt með raf­magni á Miðbakka. 

Land­teng­ing­in er sam­starfs­verk­efni á milli Faxa­flóa­hafna og norska skipa­út­gerðar­inn­ar Hurtigru­ten Exped­iti­ons, en unnið hef­ur verið að land­teng­ing­unni í rúmt ár. Í til­efni af áfang­an­um var hald­in at­höfn við höfn­ina í dag. 

Faxa­flóa­hafn­ir eru með fyrstu höfn­um heims sem hafa þann mögu­leika fyr­ir hendi að geta land­tengt skemmti­ferðaskip með raf­magni.

Fyrsta skemmti­ferðaskipið sem var land­tengt með raf­magni var í ág­úst í fyrra við Faxag­arða. Faxag­arðar taka við minni skemmti­ferðaskip­um, en Miðbakki við þeim stærri. 

Spar­ar 6.000 lítra af dísi­lol­íu

Kar­in Strand, vara­for­seti Hurtigru­ten Exped­iti­ons, seg­ir í sam­tali við mbl.is að land­teng­ing­in sé já­kvætt skref fyr­ir um­hverf­is­mál­in og með land­teng­ing­unni sé verið að vernda heilsu borg­ar­búa.

Talið er að með land­teng­ing­unni sé verið að spara hátt í 6.000 lítra af dísi­lol­íu.

„Með því að styðjast við raf­magn í land­teng­ing­unni brenn­ir skipið ekki olíu á meðan það er í höfn. Al­veg eins og þegar flug­vél lend­ir er slökkt á flug­vél­inni og það kem­ur ekk­ert flug­eldsneyti út. Það sama á við hér. Svo með þessu verða loft­gæðin miklu betri í Reykja­vík,“ seg­ir Kar­in.

Karin Strand ásamt sendiherra Noregs á Íslandi.
Kar­in Strand ásamt sendi­herra Nor­egs á Íslandi. Ljós­mynd/​Kay Focht­mann

Mikl­ar fram­far­ir á næstu árum

Þá tel­ur Kar­in að á næstu 10 til 15 árum muni stærstu hafn­ir í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um land­tengja öll skemmti­ferðaskip með raf­magni. En þó seg­ir hún að til þess að svo verði þurfi mik­inn fjár­magns­styrk og hvatn­ingu frá stór­um stofn­un­um og fyr­ir­tækj­um eins og Evr­ópu­sam­band­inu og Alþjóðabank­an­um. 

Evr­ópu­sam­bandið hef­ur hins veg­ar sett það skil­yrði fyr­ir hafn­ir, líkt og Faxa­flóa­hafn­ir, að vera til­bún­ar með land­teng­ing­ar með raf­magni fyr­ir öll skip fyr­ir árið 2030.

Cecile Willoch, sendiherra Noregs á Íslandi skoðar búnaðinn sem er …
Cecile Willoch, sendi­herra Nor­egs á Íslandi skoðar búnaðinn sem er notaður við land­teng­ing­una Ljós­mynd/​Kay Focht­mann

Stórt skref fyr­ir Faxa­flóa­hafn­ir

Sig­urður Jök­ull Ólafs­son, markaðsstjóri Faxa­flóa­hafna og formaður Cruise Ice­land, seg­ir í sam­tali við mbl.is að land­teng­ing­in sé stórt skref fyr­ir Faxa­flóa­hafn­ir og um­hverf­is­mál­in.

Þá tek­ur hann und­ir með Kar­in og seg­ir að með land­teng­ing­unni sé verið að bæta loft­gæði borg­ar­búa til muna. 

„Fyr­ir Faxa­flóa­hafn­ir er þetta mik­il­vægt skref, sér­stak­lega fyr­ir um­hverf­is­mál­in. Við höf­um horft lengi til Nor­egs, þau eru mjög framar­lega í þess­um mál­um og þau setja „stand­ar­dinn“ mjög hátt,“ seg­ir Sig­urður.

mbl.is