Sonur Annie Mistar og Frederiks kominn með nafn

Frægar fjölskyldur | 10. júní 2024

Sonur Annie Mistar og Frederiks kominn með nafn

Crossfit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir og sambýlismaður hennar Frederik Ægidius eignuðust sitt annað barn saman fyrr á árinu, en fyrir eiga þau dótturina Freyju Mist sem verður fjögurra ára í sumar.

Sonur Annie Mistar og Frederiks kominn með nafn

Frægar fjölskyldur | 10. júní 2024

Fjölskyldan alsæl á skírnardaginn!
Fjölskyldan alsæl á skírnardaginn! Skjáskot/Instagram

Cross­fit-stjarn­an Annie Mist Þóris­dótt­ir og sam­býl­ismaður henn­ar Frederik Ægidius eignuðust sitt annað barn sam­an fyrr á ár­inu, en fyr­ir eiga þau dótt­ur­ina Freyju Mist sem verður fjög­urra ára í sum­ar.

Cross­fit-stjarn­an Annie Mist Þóris­dótt­ir og sam­býl­ismaður henn­ar Frederik Ægidius eignuðust sitt annað barn sam­an fyrr á ár­inu, en fyr­ir eiga þau dótt­ur­ina Freyju Mist sem verður fjög­urra ára í sum­ar.

Annie Mist hef­ur talað op­in­skátt um meðgöng­ur og fæðing­ar barn­anna sinna tveggja, en einnig um lík­ams­ímynd á og eft­ir meðgöngu.

Spennt að geta loks­ins notað nafnið

Um helg­ina var dreng­ur­inn skírður og fékk hann nafnið Atlas Týr Ægidius Frederiks­son. Annie Mist op­in­beraði nafnið í færslu á In­sta­gram og birti með henni fal­lega mynd af fjöl­skyld­unni.

„Atlas Týr Ægidius Frederiks­son var skírður og fékk nafnið sitt form­lega í dag. Það er hefð á Íslandi að nafn barns­ins sé haldið leyndu þar til það er skírt. Það er leið til að máta nafnið og sjá hvort það passi við barnið. Ég er svo spennt að geta loks­ins notað nafnið hans en ekki „litli gaur­inn“ með öll­um. 

Dag­ur­inn var full­kom­inn, um­kringd­ur vin­um og fjöl­skyldu, og við för­um að sofa með hjartað fullt af ást og þakk­læti,“ skrifaði hún í færsl­unni.

Fjöl­skyldu­vef­ur mbl.is ósk­ar þeim inni­lega til ham­ingju með nafnið!

mbl.is