„Það myndu allir koma til Grindavíkur“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 10. júní 2024

„Það myndu allir koma til Grindavíkur“

Atvinnurekandi í Grindavík segir stöðuna erfiða fyrir atvinnurekendur í bæjarfélaginu. Koma verði til móts við atvinnurekendur sem berjast í bökkum.

„Það myndu allir koma til Grindavíkur“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 10. júní 2024

Ómar Davíð Ólafsson verslunareigandi í Grindavík.
Ómar Davíð Ólafsson verslunareigandi í Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

At­vinnu­rek­andi í Grinda­vík seg­ir stöðuna erfiða fyr­ir at­vinnu­rek­end­ur í bæj­ar­fé­lag­inu. Koma verði til móts við at­vinnu­rek­end­ur sem berj­ast í bökk­um.

At­vinnu­rek­andi í Grinda­vík seg­ir stöðuna erfiða fyr­ir at­vinnu­rek­end­ur í bæj­ar­fé­lag­inu. Koma verði til móts við at­vinnu­rek­end­ur sem berj­ast í bökk­um.

„Við erum reynd­ar svo hepp­in að við erum á ör­uggu svæði hér og erum að þjón­usta fisk­vinnsl­urn­ar mikið þannig við náum aðeins að halda opnu,“ seg­ir Ómar Davíð Ólafs­son, versl­un­ar­eig­andi í Grinda­vík.

Blaðamaður mbl.is gerði sér ferð til Grinda­vík­ur og ræddi við at­vinnu­rek­end­ur á svæðinu.

Þyrfti að opna bæ­inn

Ómar seg­ir fyr­ir­tæki sem starfa við ferðaþjón­ustu í Grinda­vík kalla eft­ir aðgerðum en þau hafa öll verið meira og minna lokuð.

„Fljót­leg­asta leiðin til að koma líflínu og súr­efni til þeirra væri að opna inn í bæ­inn. Þá myndu þau hætta að kvarta,“ seg­ir Ómar en bæt­ir við: „Maður skil­ur það al­veg, þau geta ekki haft opið.“

Gera bæ­inn ör­ugg­an

Tel­ur Ómar að nýta ætti góða veðrið til að gera við innviði í bæn­um.

„Núna mynd­um við vilja hefja fram­kvæmd­ir í bæn­um, nýta góða veðrið og loka sprung­um, gera bæ­inn ör­ugg­an og opna hann.“

Að mati Ómars ætti bær­inn að vera op­inn þegar eng­in hætta er yf­ir­vof­andi. Þegar viðvör­un­ar­bjöll­ur hljóma ætti aft­ur á móti að loka hon­um.

Reyna að halda þessu gang­andi

Ef bær­inn myndi opna hversu mik­il yrði aðsókn­in?

„Það eina sem ég hef áhyggj­ur af er að það yrði rosa­leg aðsókn í bæ­inn, að það myndu all­ir koma til Grinda­vík­ur,“ svar­ar Ómar.

Það kosti formúu að manna lok­un­ar­póst­inn. Í staðinn ætti að verja þeim fjár­mun­um í gæslu í bæn­um og efla mynda­véla­eft­irli.

Þið haldið þessu gang­andi hér áfram?

„Við reyn­um.“

mbl.is