Lopez og Affleck sögð lifa aðskildum lífum

Ást í Hollywood | 11. júní 2024

Lopez og Affleck sögð lifa aðskildum lífum

Orðrómur um skilnað stjörnuhjónanna Jennifer Lopez og Ben Affleck hefur farið eins og eldur í sinu um Hollywood undanfarnar vikur.

Lopez og Affleck sögð lifa aðskildum lífum

Ást í Hollywood | 11. júní 2024

Eru vandræði hjá stjörnuhjónunum?
Eru vandræði hjá stjörnuhjónunum? AFP/Michael Tran

Orðróm­ur um skilnað stjörnu­hjón­anna Jenni­fer Lopez og Ben Aff­leck hef­ur farið eins og eld­ur í sinu um Hollywood und­an­farn­ar vik­ur.

Orðróm­ur um skilnað stjörnu­hjón­anna Jenni­fer Lopez og Ben Aff­leck hef­ur farið eins og eld­ur í sinu um Hollywood und­an­farn­ar vik­ur.

Nú eru þau sögð lifa aðskildu lífi og hafa sett glæsi­villu sína í Bever­ly Hills í Kali­forn­íu á sölu á 65 millj­ón­ir banda­ríkja­dala, eða sem nem­ur rúm­um 9 millj­örðum króna á gengi dags­ins í dag, aðeins rúmu ári eft­ir að þau festu kaup á hús­inu. Þá hef­ur einnig komið fram að Lopez sé að skoða eign­ir fyr­ir sig.

Heim­ild­armaður Entertain­ment Tonig­ht seg­ir Lopez og Aff­leck nú lifa aðskildu lífi en séu ekki op­in­ber­lega skil­in enn. „Á þess­um tíma­punkti eru þau bara að gera sína hluti. Þau fóru mjög bjart­sýn inn í sam­bandið og héldu að hlut­irn­ir gætu breyst, en þeir hafa ekki gert það,“ seg­ir hann.

Sam­band Lopez og Aff­leck hef­ur verið storma­samt í gegn­um tíðina, en þau áttu fyrst í ástar­sam­bandi á ár­un­um 2002 til 2004. Rúm­um 17 árum síðar, eða árið 2021, tóku þau hins veg­ar aft­ur sam­an og gengu í hjóna­band ári síðar í Las Vegas. 

Af­lýs­ir tón­leik­um til að ein­beita sér að fjöl­skyld­unni

Í síðustu viku var greint frá því að Lopez hefði hætt við tón­leikaröð sína sem átti að fara fram í sum­ar til að ein­beita sér að fjöl­skyld­unni. Um síðastliðna helgi sáust hjón­in svo deila kossi úti á götu sem olli mikl­um vanga­velt­um.

Þann 16. maí sást Aff­leck svo yf­ir­gefa hús í Brentwood í Los Ang­eles þar sem hann er sagður hafa haldið til, en miðað við nýj­ustu vend­ing­ar í mál­inu eyðir hann ekki ein­ung­is dög­un­um þar held­ur er hann tal­inn sofa þar án Lopez.

mbl.is