Krefjast stefnu um uppbyggingu vindorku

Orkuskipti | 12. júní 2024

Krefjast stefnu um uppbyggingu vindorku

Fjarðarbyggð og Fljótsdalshreppur hafa sent frá sér ályktun þar sem þau skora á Alþingi að ljúka afgreiðslu mikilvægra mála sem bíða afgreiðslu, þar á meðal stefnu um uppbyggingu á vindorku á Íslandi.

Krefjast stefnu um uppbyggingu vindorku

Orkuskipti | 12. júní 2024

Vindmyllur við Búrfell.
Vindmyllur við Búrfell. mbl.is/Árni Sæberg

Fjarðarbyggð og Fljóts­dals­hrepp­ur hafa sent frá sér álykt­un þar sem þau skora á Alþingi að ljúka af­greiðslu mik­il­vægra mála sem bíða af­greiðslu, þar á meðal stefnu um upp­bygg­ingu á vindorku á Íslandi.

Fjarðarbyggð og Fljóts­dals­hrepp­ur hafa sent frá sér álykt­un þar sem þau skora á Alþingi að ljúka af­greiðslu mik­il­vægra mála sem bíða af­greiðslu, þar á meðal stefnu um upp­bygg­ingu á vindorku á Íslandi.

„Full­fjár­mögnuð verk­efni á Aust­ur­landi bíða af­greiðslu þings­ins og hætta er á að upp­bygg­ing­in fær­ist út fyr­ir land­stein­ana verði frek­ari drátt­ur á. Skipt­ir þar mestu máli að þingið af­greiði stefnu um upp­bygg­ingu á vindorku á Íslandi ásamt því að tryggja að sveit­ar­fé­lög fái eðli­legt af­gjald af raf­orku­fram­leiðslu sem fram fer í þeim,” seg­ir í álykt­un­inni, sem var af­greidd á fundi bæj­ar­stjórn­ar Fjarðabyggðar og sveit­ar­stjórn­ar Fljóts­dals­hrepps í gær.

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar og sveitarstjórn Fljótsdalshrepps funduðu í gær.
Bæj­ar­stjórn Fjarðabyggðar og sveit­ar­stjórn Fljóts­dals­hrepps funduðu í gær. Ljós­mynd/​Aðsend

Fram kem­ur að Aust­ur­land áformi upp­bygg­ingu á orkug­arði sem muni gera lands­fjórðung­inn að miðstöð orku­skipta með fram­leiðslu á vetni til að knýja fiski- og frakt­skip bæði hér á landi sem er­lend­is. Áformin kalli á skýrt lagaum­hverfi og að innviðir séu til staðar „til að þessi mik­il­vægi þátt­ur orku­skipta inn­an­lands gangi eft­ir”.

Einnig gera sveit­ar­fé­lög­in ráð fyr­ir tals­verðri hús­næðis­upp­bygg­ingu gangi áformin eft­ir sem muni styrkja sam­fé­lagið á Aust­ur­landi.

Alþingi.
Alþingi. mbl.is/​Sig­urður Bogi

„Þá ít­reka sveit­ar­fé­lög­in að þingið af­greiði önn­ur frum­vörp sem varða hags­muni sveit­ar­fé­lag­anna s.s. frum­varp um breyt­ing­ar á lög­um um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga, frum­varp um lagar­eldi og að við end­ur­skoðun bú­vöru­samn­inga sem nú eru að hefjast verði lögð sér­stök áhersla á stuðning við fá­menn land­búnaðarsvæði,” seg­ir í álykt­un­inni.

mbl.is