McIlroy hættur við skilnað frá eiginkonunni

Ást | 12. júní 2024

McIlroy hættur við skilnað frá eiginkonunni

Fyrir rúmum mánuði síðan ráku margir upp stóru augu þegar greint var frá því í fjölmiðlum að kylfingurinn Rory McIlroy hefði sótt um skilnað frá eiginkonu sinni til sjö ára, Ericu Stroll, aðeins þremur dögum fyrir PGA mótið. 

McIlroy hættur við skilnað frá eiginkonunni

Ást | 12. júní 2024

Rory McIlroy ásamt eiginkonunni Ericu og dótturinni Poppy.
Rory McIlroy ásamt eiginkonunni Ericu og dótturinni Poppy. AFP

Fyrir rúmum mánuði síðan ráku margir upp stóru augu þegar greint var frá því í fjölmiðlum að kylfingurinn Rory McIlroy hefði sótt um skilnað frá eiginkonu sinni til sjö ára, Ericu Stroll, aðeins þremur dögum fyrir PGA mótið. 

Fyrir rúmum mánuði síðan ráku margir upp stóru augu þegar greint var frá því í fjölmiðlum að kylfingurinn Rory McIlroy hefði sótt um skilnað frá eiginkonu sinni til sjö ára, Ericu Stroll, aðeins þremur dögum fyrir PGA mótið. 

Samkvæmt heimildum Page Six hefur kylfingurinn hins vegar dregið skilnaðinn til baka, en þetta tilkynnti lögmaður McIlroy fyrir dómstól á þriðjudag í Palm Beach County í Flórída, þar sem hjónin eru búsett. 

Orðrómur um erfiðleika og framhjáhald

McIlroy segir að síðastliðinn mánuð hafi hjónin unnið úr sínum málum, en þau eiga saman þriggja ára dóttur, Poppy, og hefur orðrómur um að kylfingurinn hafi verið síður en svo auðveldur í sambúð hefur verið á sveimi. Þar að auki hafa sögusagnir um að McIlroy hafi átt í ástarsambandi við Amöndu Balionis, golffréttamanni hjá CBS Sports, verið áberandi.

„Það hafa verið orðrómar í gangi um einkalíf mitt að undanförnu, sem er miður. Að bregðast við einhverjum orðrómi er heimskulegt. Undanfarnar vikur höfum við Erica áttað okkur á því að okkar besta framtíð sé sem fjölskylda saman. Sem betur fer höfum við leyst ágreining okkar og hlökkum til nýs upphafs,“ sagði McIlroy í samtali við Guardian.

mbl.is