Opnar sig um leynda meðgöngu sonar síns

Meðganga | 12. júní 2024

Opnar sig um leynda meðgöngu sonar síns

Söng- og leik­kon­an, Halle Bailey, og rapp­ar­inn Darryl Dwayne Granberry Jr., betur þekktur und­ir listamannsnafninu DDG, héldu sig algjörlega frá sviðsljósinu á meðan meðgöngu sonar þeirra stóð.

Opnar sig um leynda meðgöngu sonar síns

Meðganga | 12. júní 2024

Halle Bailey varð móðir fyrir fimm mánuðum síðan.
Halle Bailey varð móðir fyrir fimm mánuðum síðan. AFP/ Frederic J. Brown

Söng- og leik­kon­an, Halle Bailey, og rapp­ar­inn Darryl Dwayne Gran­berry Jr., bet­ur þekkt­ur und­ir lista­manns­nafn­inu DDG, héldu sig al­gjör­lega frá sviðsljós­inu á meðan meðgöngu son­ar þeirra stóð.

Söng- og leik­kon­an, Halle Bailey, og rapp­ar­inn Darryl Dwayne Gran­berry Jr., bet­ur þekkt­ur und­ir lista­manns­nafn­inu DDG, héldu sig al­gjör­lega frá sviðsljós­inu á meðan meðgöngu son­ar þeirra stóð.

Dreng­ur­inn þeirra, sem hef­ur fengið nafnið Halo, kom í heim­inn fyr­ir rúm­lega fimm mánuðum. Parið hef­ur nú til­kynnt að þau hafi að mestu haldið sig uppi í sveit þar sem frumb­urður­inn fædd­ist. 

Vill halda einka­líf­inu fjarri sviðsljós­inu

Bailey hef­ur und­an­far­in ár lagt mikið upp úr því að halda einka­líf­inu út af fyr­ir sig en aðdá­end­ur leik­kon­unn­ar eru í skýj­un­um með að hún hafi nú loks­ins opnað sig, sér­stak­lega eft­ir að hafa haldið allri meðgöngu sinni leyndri. 

Bailey og DDG hafa verið sam­an síðan 2022 og hef­ur hann staðið þétt upp við bakið á leik­kon­unni eft­ir að hún greind­ist fæðing­arþung­lyndi. Hún opnaði sig um and­legu veik­ind­in ný­lega en þar lýs­ir hún því hvernig hún reyn­ir sitt besta svo hún „drukkni ekki í stærstu öld­un­um.“

Hvíld­in frá sviðsljós­inu er því skilj­an­leg en ný­bökuðu for­eldr­arn­ir virðast þó njóta sín vel með unga syni sín­um Halo.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Halle Bailey (@hal­lebailey)

mbl.is